Færsluflokkur: Lífstíll

A parable of a cautious man

kim1

 

 

 

 

 

 

There was a very cautious man who rarely laughed or cried
He never won, he never lost, he never really tried
Then one day he passed away his insurance was denied
They claimed because he never lived he never really died.

Denis Waitley

Lausleg þýðing:

Það var varkár maður sem sjaldan hlóð eða grét
Hann sigraði aldrei, tapaði aldrei, hann reyndi í raun aldrei við neitt
Svo einn dag er hann dó var tryggingunni hans hafnað
Þeir sögðu að þar sem hann lifði aldrei lífinu þá í raun dó hann aldrei.


Brett upp ermar

bretta upp ermarNú er bara fyrir Blair að bretta upp ermar og klára þetta í eitt skipti fyrir öll.

Krafan um tvö lönd, tvær þjóðir og einn frið þarf að ná fram.

Blair er vissulega umdeilanlegur en hann er framkvæmdarmaður og vonandi nær heimsbyggðin saman um að leysa þetta mál farsællega svo við getum snúið okkur að öðrum svæðum í heiminum.

Það vinnur enginn meðan staðan er eins og hún er í dag.

 


mbl.is Blair formlega tilnefndur sem erindreki í Miðausturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamóta handtak (a)

handshakeEr ekki kominn tími til að þessir gömlu féndur takist í hendur og sættu sig við það að við höfum öll frelsi til að hafa skoðanir og þá leiðtoga sem við viljum.

Það er alltaf eins og við getum aldrei unað öðrum að hafa sínar eigin skoðanir og sína eigin lífssýn.

Við eigum að bera virðingu fyrir skoðunum annara og mynda sem mest félagsleg og fjárhagsleg tengsl, því þannig getum við byggt upp félagslegt réttlæti hjá öðrum.

Við erum í samfélagi þjóða ekki í einræði þjóðarinnar.

Reynum að mynda sem mest tengsl og stuðla að flæði upplýsinga og fólks milli landa. Því eins og við vitum: Heimskur er heimaalinn hundur.

 


mbl.is Leyniþjónusta Bandaríkjanna réð meðlimi mafíunnar til að granda Kastró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór ekki og færi ekki

peaceonearthMótmæli mun aðeins auka líkur á því sem verið er að mótmæla. Minni á orð Móður Teresu þegar hún var beðin um að mæta í mótmælagöngu gegn stríði: Nei takk en látið mig vita þegar þið farið meðmælagöngu með friði.

Það sem við hugsum og gerum eykur aðeins líkurnar á því sem við hugsum um.

Auðvitað vill fólk vel með þessu framtaki og eflaust er góður hugur á bakvið en þessi aðferð er ekki rétt. Þeir sem vilja kynna sér það mjög vel það sem ég er að halda fram geta horft á myndina The Secret.

Hugmyndafræði mín er sú að það sem við hugsum um og látum tilfinningu í mun verða hvort sem um slæma eða góða hugsun er að ræða. Tek samt fram að góð hugsun og góð tilfinning er hundrað sinnum áhrifaríkari en hin leiðin.

Mikið nær væri að fara meðmælagöngu með öruggum akstri. Vekja athygli á á réttri hegðun en vekja upp tilfinningar um það sem miður fer.

Gaman væri að fá smá umræðu um þetta ef menn hafa áhuga.

 


mbl.is Mikil þátttaka í göngu gegn umferðarslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Bolungarvík

math_teacher2Þetta er frábært framtak að breyta þessari fyrrum herstöð í skóla. Með þessu næst að nýta allar byggingar, létta á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og auka val í menntun á Íslandi. Lítur út fyrir að þetta þorp verði álíka stórt og Bolungarvík er í dag (þar eru ríflega 900 manns).

Mennt er máttur og því mikilvægt að við reynum að byggja upp fjölbreytileika í menntun á Íslandi svo vaxtarskilyrði séu fyrir hendi fyrir alþjóðlegum skólum á Íslandi og þannig opnist fyrir menningarleg, félagsleg og samfélagsleg tengsl frá Islandi til annara hluta heimsins, svo ekki sé talað um fjárhagsleg tengsl.

Tóm snilld.

 


mbl.is Allar íbúðirnar hafa gengið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læra menn aldrei?

religionEr ekki kominn tími til að við friðmælumst við Mið-Austurlönd.

Akkurat svona framkoma að neita viðræðum út af sögulegum ástæðum gerir ekkert annað en að festa frekar í sessi þann ríg sem ríkir á milli Austurs og Vesturs.

Sagt er að trúin flytji fjöll en stundum finnst mér eins og hún búi til fjöll milli manna. Látum ekki trú okkar blinda okkur sín á vináttu og kærleika gagnvart öðru fólki.

Við erum ekki öll eins en það þýðir ekki að við eigum að draga okkur í dilka og aðrir séu verri en við þrátt fyrir að trú okkar og lífsgildi okkar séu ekki eins.

Opnum fyrir flæði milli menninga þannig að menning okkar allra geti auðgast. Auðug menning felst nefnilega ekki í einni algildri fullkominni menningu heldur fjölbreyttri flóru hefða, sköpunar, lífsgilda, hneygðar og alls þess sem auðgar líf okkar.

Við erum nefnilega frábær.....saman.

 


mbl.is Frakkar reyna að koma í veg fyrir inngöngu Tyrkja í EB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst?

BrokenManFrelsi fylgir ábyrgð.
mbl.is Pókermót haldið hjá félagi ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flautandi fegurð

Whistling_rufus_smallFyrir nokkrum dögum síðan komst 6 ára sonur minn að því hvernig ætti að mynda hljóð sem kennt er við flaut.

 Þegar börnin læra eitthvað nýtt og spennandi fer mikill tími hjá þeim í að æfa þá iðju. Má ætla að sonur minn sé að æfa sitt flaut linnulaust allan daginn.

Í þessari stöðu er um tvennt að velja, kenna honum að búa til fallega laglínu úr flauti eða banna þessa iðju. Einhverra hluta vegna held ég að sú fyrri sé betri til lengdar þó það hafi vissulega þreytandi áhrif á ýmsa fjölskyldumeðlimi.

En er það ekki fórnarkostnaður þess að börnin læri meira í dag en í gær.

Vonandi nær hann snilli Ómars Ragnarssonar í flauti sem allra fyrst, helst í gær....


Menntun og matur

alphabetGamalt máltæki segir: Gefðu þeim fátæka mat og hann mun verða saddur í dag, kenndu honum að veiða og hann mun brauðfæða fjölskyldu sína það sem eftir er.

Mennt er máttur ekki bara til að fólk geti lesið og skrifað heldur líka til að auka lífsgæði og hamingju fólksins.

Grunnmenntun er undirstaða velmegunar, hagsældar, friðar og mannréttinda í heiminum en hún vissulega tryggir ekki framangreint en færir og gefur fólki tækifæri á því.

Sjálfsagt þyrftum við íbúar hins Vestræna heims ekki að leggja á okkur nema að gefa fjármagn sem nemur einum klukkutíma á ári og þá höfum við tryggt menntun fyrir öll þessi börn allt það ár.

Ef við viljum raunverulega frið í heiminum, þá ættum við að byrja þarna.

Held að það sé kominn tími á að maður geri eitthvað sjálfur.


mbl.is Þúsaldarmarkmið um menntun fyrir öll börn næst ekki að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Karlmanistafélag Íslands væri til

bleikir steinarHeyrði í fréttum áðan í RUV að launamisrétti væri að hluta til hugarfar okkar allra, á því hvað konur mættu hugsa sér að fá í laun (bendi á færslur mínar hér fyrir neðan sem eru í þessa veru). Eins og ég hef sagt áður, misréttið byrjar hjá okkur sjálfum og þá er ég ekki að tala um okkur karlmenn eingöngu.

Ég velti því fyrir mér hvernig þetta væri ef karlar væru að berjast fyrir sínum réttindum. Ég er nokkuð viss um að steinarnir væru þá ekki svona litlir og sætir eins og Femínistarnir afhentu heldur væru þeir stórir og grófir eins og á myndinni hér til hliðar.

Hvort er svo betra og vænlegra til árangurs skal hver dæma fyrir sig.

Alla vega þá gleðst ég yfir því þegar þessi baráttuaðferð er notuð, hún er mér að skapi og tel ég að hún skili meiru til framtíðar en gagnrýni.

Hvatning er alltaf betri en gagnrýni.


mbl.is Níu þingmenn Norðvesturkjördæmis fengu bleika steina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband