Flautandi fegurð

Whistling_rufus_smallFyrir nokkrum dögum síðan komst 6 ára sonur minn að því hvernig ætti að mynda hljóð sem kennt er við flaut.

 Þegar börnin læra eitthvað nýtt og spennandi fer mikill tími hjá þeim í að æfa þá iðju. Má ætla að sonur minn sé að æfa sitt flaut linnulaust allan daginn.

Í þessari stöðu er um tvennt að velja, kenna honum að búa til fallega laglínu úr flauti eða banna þessa iðju. Einhverra hluta vegna held ég að sú fyrri sé betri til lengdar þó það hafi vissulega þreytandi áhrif á ýmsa fjölskyldumeðlimi.

En er það ekki fórnarkostnaður þess að börnin læri meira í dag en í gær.

Vonandi nær hann snilli Ómars Ragnarssonar í flauti sem allra fyrst, helst í gær....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband