Færsluflokkur: Lífstíll
17.6.2007 | 15:42
Hvers virði er þetta?
Í gegnum aldirnar hefur íslenska þjóðin ekki verið mikið fyrir hrós og viðurkenningar. Það var helst að Ungmennafélagshreifingin stæði fyrir verðlaunaveitingum en eins og við vitum er hún ekki nema aldar gömul.
Víða annars staðar er meira gert af þessu og eru Bandaríkjamenn einna duglegastir í þessu. En skiptir þetta einhverju máli?
Það er staðreynd að við þurfum öll á hvatningu að halda og viðurkenning er hvatning fyrir hvern og einn. Heiðursmerki er því mjög mikilvægt fyrir íslenska þjóð.
Hins vegar mættu fyrirtæki og félög almennt vera duglegri við þetta hér á Íslandi. Það er mikilvægt að við fáum öll viðurkenningu hvar sem við erum að gera góða hluti.
En þetta er vandasamt verk og þarf að byrja varlega svo ekki sé farið yfir strikið þannig að slíkt missi marks sem er jú að hvetja okkur til góðra verka.
Ég vildi að ég væri duglegri við þetta sjálfur, en orð eru til alls fyrst, ekki satt?
Fálkaorðan veitt á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2007 | 11:55
Múhameðstrúarmaður, Gyðingur, Kaþólikki og Mótmælandi
Heima á Flateyri gerðist það einu sinni að fjórir unglingar sátu saman og ræddu heima og geima. Það var rætt saman á ensku sem er jú annað tungumál okkar Flateyringa.
Það var rætt um kvótakerfið, fólkið í þorpinu, kynjamisrétti og margt fleira skemmtilegt sem unglingar tala um, eða þannig.
Á einhverjum tímapunkti barst talið að trúarbrögðum og þegar allir höfðu sagt hvaða trú þeir tilheyrðu settu menn hljóðan.
Hér lengst norður í ballarhafi sátu fjórir einstaklingar sem höfðu alist upp við það að a.m.k. líta þá hornauga sem tilheyrðu hinum trúarbrögðunum. Í sumum löndum eiga þessi trúarbrögð jafnvel í stríði.
En á Íslandi sátu þessir vinir saman við stofuborð vestur á fjörðum og brostu hver til annars, hér voru öll dýrin í skóginum vinir. Hér var ekki krafa um hatur eða yfirráð heldur fengu allir að vera unglingar og tala um kvótakerfið, fólkið í þorpinu, kynjamisrétti og margt skemmtilegt sem unglingar tala um.
Við þessar aðstæður ólumst við Björn Ingi vinur minn upp vestur á Flateyri og þessa arfleið verðum við að hlúa að. Allir einstaklingar hafa eitthvað gott að leggja til samfélagsins, það er okkar allra að tryggja það ekki síst með hugarfari okkar og umtali um meðborgara okkar.
Björn Ingi: breytt samsetning íslensku þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 20:33
Skiptir þetta máli?
Að sjálfsögðu skiptir máli þegar hópur fólks kemur saman til að efla samhug á jákvæðan og heilsusamlegan hátt.
Það er mikilvægt fyrir okkur öll að nýta tækifæri sem þetta til að skoða hug okkar sjálfra því lausnin á kynjamisrétti felst innra með okkur sjálfum þ.e. í hugarfarinu.
Það á ekki að leynast í huga okkar sú hugsun að konur og karlar geti ekki allt. Við erum öll einstaklingar en munur á hæfileikum hvers og eins er miklu meiri en munur á karli og konu.
Hæfileikar okkar fara ekki eftir kyni heldur einstaklingnum sjálfum. Um leið og við hættum að líta á staðlímyndir þjóðfélagsins og lítum á hvern einstakling sem staka veru þá verður okkur borgið og mirétti kynjanna verður úr sögunni.
Slíkt byrjar með hugarfari okkar sjálfra en ekki með lögum á Alþingi.
Kvennahlaupið er góður viðburður sem fær okkur til að hugsa um þessi mál og vonandi verður það til þess að við sjáum að við erum öll frábærar manneskjur með svo mismunandi hæfileika að lífið getur verið stórkostlegt hjá okkur öllum ef við aðeins lærum að meta hvert annað.
Konur hlaupa víða í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 11:40
Vald og vit
Í gær þurfti að setja inn nautin í sveitinni. Mikilvægt var að koma stórum og mannýgum nautum í hús áður en leikskóli unga sveitamannsins kæmu í heimssókn til að kveðja hann því drengurinn er á leið í skóla í haust.
Það gekk auðveldlega að koma öllum nautunum inn nema einu og þetta eina var það stærsta og ógnvænlegasta. Hefði sómt sér vel í nautabanahringnum á Spáni.
Mikið var reynt að koma því í hús en alltaf þegar komið var nálægt því snéri það sér við og æddi á viðkomandi. Sluppum ég og faðir minn naumlega í þrígang.
Nú voru góð ráð dýr, 20 krakkar á leikskólaaldri á leiðinni en ljóst var að nautið yrði ekki fangað með illu nema þá dauðillu....
Var þá ljóst að það yrði ekki tekið með valdi og var þá bara eitt eftir þ.e. vit.
Faðir minn tók þá á það ráð að binda bandspotta í hurðina á nautakvíunni og tók svo við þá yðju að bera hey í kvíuna, henti smá heyhnausum við innganginn til að lokka nautið inn fyrir hússinsdyr.
Í stuttu máli þá lét nautið lokkast og í þann mund sem það fór inn um dyrnar togaði faðir minn í spottann og lokaði dyrinni. Urðu þá mikil fagnaðaróp, ekki sýst hjá unga sveitamanninum sem sá þá að það yrði hægt að fá leikskólann í heimsókn.
Þessi litla saga segir okkur og stundum þurfum við að nota vitið til að ráða við aðstæður sem við fyrstu sýn sýnast óvinnanlegar.
Stundum þurfum við aðeins að stoppa við og hugsa og spara okkur þannig mikið strit. Betra er vit en strit, ekki satt?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 21:03
Orðstýr
- Deyr fé,
- deyja frændur,
- deyr sjálfur ið sama.
- En orðstír
- deyr aldregi
- hveim er sér góðan getur.
Votta aðstandendum samúð mína.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2007 | 17:52
Áríðandi eða mikilvægt
Eitt af lykilatriðum til að lifa lífi sínu snilldarlega og sem stressminnstu er að lifa lífi þar sem við erum að gera meira af mikilvægum hlutum en áríðandi.
Í hverju fellst munurinn kann einhver að spyrja:
Einfalt dæmi: ,,Að kaupa gjöf fyrir vin sinn er mikilvægt en þegar við munum eftir því að kaupa hana þegar við erum á leið í afmælið þá er það orðið áríðandi".
Það að lifa lífinu þannig að við erum alltaf að eltast við það sem við áttum að gera í gær, það er að lifa lífinu áríðandi.
Hvernig komumst við þá út úr þeim vítahring að vera stöðugt í áríðandi lífi? Jú með því að temja sér að gera mikilvæga hluti á hverjum degi, því hvert skipti sem við gerum mikilvægan hlut þá verður hann ekki áríðandi síðar.
Þetta er eitt af því sem ég persónulega á erfitt með að gera, er of oft í gírnum ,,Þetta reddast" en svo endar alltaf með því að hlutirnir verða áríðandi með tilheyrandi stressi.
En ég reyni og meira er ekki hægt að ætlast til.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 12:21
Million dollar baby
Tveir boxarar hafa sama markmið þ.e. að komast í bardaga um heimsmeistaratitilinn. Báðir boxararnir vinna alla sína bardaga alla leið í lokabardagann.
Hver verður raunverulegur sigurvegari eftir bardagann?
Er það boxarinn sem vann flesta bardagana og safnaði mestum peningum Á LEIÐINNI?
Er það boxarinn sem vann lokabardagann, NÁÐI MARKMIÐINU?
Öll höfum við heyrt margar sögur og skýringar á því að markmiðið sé það sem skiptir máli, við eigum að setja okkur markmið og hinn raunverulegi sigur fellst í því að ná markmiðum sínum.
Við höfum líka heyrt skýringar á því að markmiðið sé gott og blessað en þar sem mestum tíma sé eitt á leiðinni í lífinu þá er það leiðin sem skipti mestu og sá er raunverulegur sigurvegari sem gerir mest á leiðinni.
Þetta sem ég skrifa hér fyrir ofan hefur lengi brotist um inn í mér. Ég hef safnað að mér bókum og vitneskju til að finna út úr því hvort sé rétt.
Það var ekki fyrr en ég fór á fyrirlestur hjá Jim Rohn sem ég áttaði mig á því hvað það væri sem skipti raunverulega máli, þetta er það sem hann sagði:
"Það er hvorki leiðin né markmiðið sem skiptir mestu máli, það er hvaða einstaklingar við verðum á leiðinni að markmiðinu sem raunverulega skiptir mestu máli".
Segir þetta sig ekki sjálft?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 23:39
Tvær hliðar
Mér var hugsað til sögu einnar um daginn sem mig langar að deila með ykkur.
--------------------------------------------
Þannig var að maður nokkur sat á biðstofu á sjúkrahúsi. Eftir nokkra stund sest maður með tvo unga drengi við hlið hans. Maðurinn sest í rólegheitunum niður, hallar sér aftur og starir út í loftið. Drengirnir hins vegar ærslast um, príla og hafa mikinn hávaða.
Greinilegt var að ólæti drengjanna hafði mikil áhrif á fólkið á biðstofunni sem margt var gamalt og lasburða. Verst þótti þó manninum afskiptaleysi föðursins sem ekki einungis skipti sér ekki af því sem drengirnir voru að gera heldur virtist hreynlega ekki taka eftir því.
Eftir drykklanga stund gafst maðurinn upp og snéri sér að föðurnum og sagði við hann með greinilegum pirringi í röddinni ,,getur þú ekki haft hemil á drengjunum þínum, sérðu ekki að þeir eru að æra allt fólkið hérna".
Það var eins og faðirinn hrikki upp af svefni, leit í kringum sig og sagði ,,Fyrirgefðu, en við vorum að koma frá því að okkur var tilkynnt að konan mín og móðir drengjanna lést fyrir stuttu, blessaðir drengirnir vita sennilega ekki hvernig þeir eiga að vera eða láta og sjálfur er ég utan við mig".
---------------------------------------------
Hlutirnir eru ekki alltaf eins og við sjáum þá, vörumst að dæma því við vitum ekki alltaf allar hliðar málanna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2007 | 22:51
Kvennabarátta...
Á Vestfjörðum hefur það lengi verið haft á orði að jafnréttisbaráttan ætti ekki heima þar því þar væru allir karlmenn á sjó og það væru því konurnar sem réðu öllu þar.
Að öllu gamni slepptu þá er kvennréttindabaráttan eitt af því sem hefur náð öllu sem það getur náð meðan við köllum þetta baráttu fyrir auknum réttindum kvenna.
Ef við erum það sem við hugsuðum í gær og verðum á morgun það sem við hugsum í dag þá kemur staða kvenna til með að haldast óbreytt því að enn í dag erum við að hugsa konur sem minni máttar sem þurfa ívilnanir til að ná árangri og rétti til jafns við karlmenn. Við erum enn að reyna að láta konur verða eins og karla.
Til að ná fullum árangri verðum við að hugsa konur sem einstaklinga rétt eins og karlar eru einstaklingar. Auðvitað eru karlar og konur ekki eins ekki frekar en tveir karlar eða tvær konur eru.
Lykillinn að því að ná fullu jafnrétti er að hætta að líta á okkur öll sem jöfn heldur sem einstaklinga með mismunandi hæfileika.
Það er aðeins hugsun okkar sjálfra sem kemur í veg fyrir að við sem einstaklingar fáum jöfn tækifæri en ekki sem karlar eða konur.
Um leið og við förum að draga okkur sjálf og aðra í dilka erum við að reisa múra og hindranir fyrir því að við öll sem einstaklingar getum þroskast og dafnað.
Það skiptir ekki máli hvort við erum karl eða kona, svört eða hvít, samkynhneigð eða gagnkynhneigð, múslimar eða kristnir við eigum að hafa sömu tækifæri. En misskiljið mig ekki að þó að tækifærin séu eins þá erum við ekki eins, ekkert okkar, því það eru ekki til tveir eins einstaklingar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2007 | 01:35
Hvaða góðverk gerðir þú?
Er samviska þín í lagi þegar þú ferð að sofa í kvöld? Það skiptir engu máli hvað öðrum finnst um þig eða hvernig öðrum finnst þú eigir að vera. Við erum það sem við hugsum og um leið og við áttum okkur á því þá verðum við að beina hugsun okkar í rétta átt.
Okkar líðan og þar af leiðandi hugsun okkar um okkur sjálf byggist ekki á því hvað öðrum finnst að við höfum gert rétt, heldur hvað okkur finnst um okkur sjálf.
Við skulum því temja okkur rétta hugsun og gott hugarfar. Með því að gera góðverk á hverjum degi erum við að byggja upp okkur sjálf og jákvæðar hugsanir okkar.
Jákvætt framtak byggir upp jákvætt hugarfar og þar af leiðandi byggir það upp sjálfstraust og vellíðan okkar. Það getur enginn stjórnað hugarfari okkar og þar af leiðandi getum við byggt okkur upp sjálf á ólíklegustu stöðum og aðstæðum. Með því að breyta rétt út frá okkar eigin viðmiðunum þá munum við fara að sofa í kvöld án samviskubits ekkert annað skiptir máli fyrir okkur.
Umfram allt skulum við temja okkur hugarfar sem byggist á okkar eigin viðmiðunum en ekki viðmiðunum annara. Það er miklu betra að verja lífi sínu í að standa fyrir sínu eigin viðmiði annað er glataður tími.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)