Hvers virði er þetta?

Í gegnum aldirnar hefur íslenska þjóðin ekki verið mikið fyrir hrós og viðurkenningar. Það var helst að Ungmennafélagshreifingin stæði fyrir verðlaunaveitingum en eins og við vitum er hún ekki nema aldar gömul.

Víða annars staðar er meira gert af þessu og eru Bandaríkjamenn einna duglegastir í þessu. En skiptir þetta einhverju máli?

Það er staðreynd að við þurfum öll á hvatningu að halda og viðurkenning er hvatning fyrir hvern og einn. Heiðursmerki er því mjög mikilvægt fyrir íslenska þjóð.

Hins vegar mættu fyrirtæki og félög almennt vera duglegri við þetta hér á Íslandi. Það er mikilvægt að við fáum öll viðurkenningu hvar sem við erum að gera góða hluti. 

En þetta er vandasamt verk og þarf að byrja varlega svo ekki sé farið yfir strikið þannig að slíkt missi marks sem er jú að hvetja okkur til góðra verka. 

Ég vildi að ég væri duglegri við þetta sjálfur, en orð eru til alls fyrst, ekki satt?


mbl.is Fálkaorðan veitt á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Hurðu Bjöggi.

Ein launs á Byggðarvandanum er að þið Torfi Jónína og Eyrún farið og kaupið Reykjanes og opnið fyrsta herbalifa heilsuhótelið hér á landi kannski í heiminum ég veit það ekki.

Þangað getur fólk komið til ykkar í andlega og líkamlega næringu í viku til mánuð eftir efnum og aðstæðum.

Held að stórhuga menn eins og þið væruð ekki í vandræðum með að framkvæma þetta

kveðjur af Krók

ps íbúðin mín er til sölu eða leigu vantar ykkur ekki heimili ;)

Guðný Jóhannesdóttir, 19.6.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hvatning og jákvætt feedback eru vannýtt tæki hér á landi. Alla vega í mínu umhverfi.

Orðuveitingar orðunefndar hafa margar og ég vil segja langflestar verið frábærlega verðskuldaðar.

Félagasamtök mættu vera duglegri við þetta og til dæmis sveitarfélög og samtök þeirra gætu notað þessa leið til að kynna framtak á sínu starfssvæði miklu betur, þó að þau séu mörg að sinna sínu kynningarstarfi á frábærna hátt.

Ég verð að setja neikvæðar ábendingar í mjög jákvæðan búning, efnisins vegna.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.6.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband