20.7.2008 | 23:43
Ekki veitir af
Þegar hlutabréf hafa lækkað um 55% á einu ári. Fasteignaverð er að hríðfalla, atvinnuleysi er að snaraukast, gjaldþrotahrina er hafin og ég veit ekki hvað ég á ekki að nefna (verð samt að nefna olíuverðið sem er að stórum hluta gjöld hins opinbera) þá dettur Geir í hug að ráða til sín sérfræðing.
Það á ekki að framkvæma það á að ræða málin og spekulera. Koma mönnum saman, fjandakornið eins og að Ísland sé svo stórt að það þurfi sérstakan mann til að kalla menn saman!
Er ekki bara að boða menn á Kaffi París ef stjórnarheimilið er ekki nógu gott.
En það svo sem veitir ekki af því að ræða málin aðeins betur meðan allt fer til andskotans á meðan. Já ég er fúll. Er ekki hægt að framkvæma þarna í ráðnuneytinu frekar en þetta?
Ef Geir veit ekki í alvörunni hvað á að gera þá á bara að skipta út, ekkert kjaftæði. Við erum ekki að kjósa á þing menn sem ráða til sín menn sem eiga að koma mönnum saman sem eiga að segja þessum manni hvað væri best að gera sem tekur það svo saman í skýrslu fyrir forsætisráðherrann, helvítis rugl hefði einhver sagt heima fyrir vestan.
En ég er náttúrulega bara sveitastrákur, hvað veit ég.....
Liðsstyrkur í baráttuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.