Frábært

Þetta er snilldar árangur sem hjónaleysin Geir og Ingibjörg eru að ná. Verðbólgan fer ekki yfir 14%... húrra.... húrra.

Að vísu mun fasteignaverð lækka aðeins meira, 30 milljóna eign mun ekki lækka um 1,5 milljón heldur 3 milljónir.... en hvað er það á milli ríkisstjórnarinnar og almúgans. Þetta er jú allt okkur að kenna, við getum alveg séð af þessum millum meðan Geir er að bíða eftir að Tryggvi komi mönnum saman til að ræða málin.

En af því að bankarnir eru líka að bíða eftir aðgerðum þá lána þeir bara á okurvöxtum (því þeir fá bara okurvexti erlendis þ.e. ef þeir fá einhver lán) og af því verðbólgan er bara 14% þá eru lánin að hækka og hækka á húsunum... spurning hvort eitthvað verði eftir að lokum?

 Það er alla vega gott að hugsa til þess að ríkisforkólfarnir eru að spara með því að fara um heiminn á einkaþotu en ekki á almennu farþegarými í áætlunarflugi, þannig gefst þeim meiri tími til að vinna á verðbólgunni.......

góðar stundir.


mbl.is Spá hámarks verðbólgu í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband