Hálfnað verk þá......

clean funÁkvað í síðustu viku að taka aðeins til í lífinu. Það er eins og stundum að maður blokkerist í einhverri vitleysu að sumt bara hverfi ef maður hvorki hugsar eða vinnur í því. Þetta hefur alltaf verið mitt vandamál.

Tók mig til í síðustu viku og hóf að byrja að taka til bak við eyrað. Fann nokkra hluti sem þurfti að taka á. Skerpti á öðrum hlutum sem voru eitthvað byrjaðir að drolla.

Verð að viðurkenna að þetta er svipað og svona jólahreingerning. Manni hrís hugur við að byrja á því en veit að það þarf að gera þetta. Síðan þegar maður byrjar þá er þetta einhvern vegin minna mál en maður hélt. Allir voða duglegir að hjálpa manni að klára ýmis mál.

 Það er á svona stundu sem ég minnist orða ömmu minnar heitinnar. En hún sagði stundum við mann þegar maður var að drolla eitthvað: "Hálfnað verk þá hafið er".

Ég verð að segja að stundum finnst mér eins og þetta máltæki gæti verið,, búið verk þá hafið er" en svona að meðaltali þá eru verkin hálfnuð.

Það er ótrúlega gott að hugsa til þessa málsháttar. Þá er svo auðvellt að byrja, maður er bara hálfnaður eða næstum búinn bara við það að hreifa litla putta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Life will never be the same...!!

Já gömlu góðu málshættirnir og orðtökin eiga ansi oft vel við, ég held við mættum taka þá speki sem stendur þar á bakvið og stúdera hana aðeins.

Einn góður og sígildur og á við svo margt: "Öll él styttir upp um síðir".

Life will never be the same...!!, 10.10.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband