Mikið rétt, mikið rétt

Ástandið í þjóðfélaginu er orðið skelfilegt og minnir um margt á tímabilið 91-95 þegar Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokkur fóru með völd á Íslandi.

Þá þurfti almenningur að blæða eins og núna. Þá hrundi hvert fyrirtækið á fætur öðru eins og stefnir í núna.

Og hverju svarar ríkisstjórnin? Jú Framsókn er um að kenna?!?!?

Í stað þess að takast á við vandamálið þá er leitað að blóraböggli, þvílíkur skortur á kjarki.

 Ingibjörg kemur fram á sjónarsviðið þegar henni datt í hug að koma til landsins og bað um þjóðarsátt, en gleymdi að það er einmitt hennar hlutverk í ríkisstjórn að boða til hennar.

Ef Guðni væri í ríkisstjórn væri löngu búið að boða til þjóðarsáttar launþegum og almenningi til hagsbóta.

Íbúðalánasjóður er eina hálmstrá verktaka í dag. En ríkisstjórninni hefur dottið það snjallræði í hug að slátra verktökum og ná þannig húsnæðisverði niður, sem sagt arðræna verktaka og almenning í landinu til að ná niður verðbólgu í stað þess að takast á við hana.

Hvernig væri nú að lækka álögur ríkisins á vörur og þjónustu, það mundi nú skila sér út í vísitöluna.

Hvernig væri það nú að aflétta stimpilgjöld þannig að raunveruleg samkeppni á bankamarkaði gæti hafist og almenningur náð að skuldbreyta lánum sínum til að GETA borgað af þeim.

 

Framundan er tími atvinnuleysis og gjaldþrota, er það það sem við viljum?

 

Áfram Guðni, hvergi víkja í baráttunni.

 

E.S.Þjóðaratkvæði um inngöngu í ESB takk.


mbl.is Guðni: Það er runnin upp ögurstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband