26.6.2007 | 08:34
Ný Bolungarvík
Þetta er frábært framtak að breyta þessari fyrrum herstöð í skóla. Með þessu næst að nýta allar byggingar, létta á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og auka val í menntun á Íslandi. Lítur út fyrir að þetta þorp verði álíka stórt og Bolungarvík er í dag (þar eru ríflega 900 manns).
Mennt er máttur og því mikilvægt að við reynum að byggja upp fjölbreytileika í menntun á Íslandi svo vaxtarskilyrði séu fyrir hendi fyrir alþjóðlegum skólum á Íslandi og þannig opnist fyrir menningarleg, félagsleg og samfélagsleg tengsl frá Islandi til annara hluta heimsins, svo ekki sé talað um fjárhagsleg tengsl.
Tóm snilld.
Allar íbúðirnar hafa gengið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.