19.6.2007 | 12:48
Ef Karlmanistafélag Íslands væri til
Heyrði í fréttum áðan í RUV að launamisrétti væri að hluta til hugarfar okkar allra, á því hvað konur mættu hugsa sér að fá í laun (bendi á færslur mínar hér fyrir neðan sem eru í þessa veru). Eins og ég hef sagt áður, misréttið byrjar hjá okkur sjálfum og þá er ég ekki að tala um okkur karlmenn eingöngu.
Ég velti því fyrir mér hvernig þetta væri ef karlar væru að berjast fyrir sínum réttindum. Ég er nokkuð viss um að steinarnir væru þá ekki svona litlir og sætir eins og Femínistarnir afhentu heldur væru þeir stórir og grófir eins og á myndinni hér til hliðar.
Hvort er svo betra og vænlegra til árangurs skal hver dæma fyrir sig.
Alla vega þá gleðst ég yfir því þegar þessi baráttuaðferð er notuð, hún er mér að skapi og tel ég að hún skili meiru til framtíðar en gagnrýni.
Hvatning er alltaf betri en gagnrýni.
Níu þingmenn Norðvesturkjördæmis fengu bleika steina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.