Minningargrein

chin-in-memoriumÁ stórum tímamótum í lífi manns þarf maður að glíma við grundvallarspurningar um líf manns. Til þess að átta sig á því hvað það er sem skiptir máli og hvað maður þarf að hugsa um, er kannski ekki alltaf augljóst og oft erfitt fyrir okkur að átta okkur á því.

Fyrir margt löngu var mér bent á eina góða aðferð til að átta sig á þessum grundvallaratriðum þ.e. átta sig á því hvað það væri raunverulega sem skipti máli.

Þessi aðferð var að skrifa sína eigin minningargrein.

Ef við ætlum vikilega að taka á öllum hliðum okkar lífs þá mundum við skrifa fjórar greinar, eina almennt um lífshlaup okkar, eina sem barn okkar eða börn skrifuðu eða annar fjölskyldumeðlimur, eina sem vinur skrifaði og svo eina sem kæmi frá vinnufélaga eða þekktri persónu.

Hvað viljum við skila eftir okkur eða eins og segir í Hávamálum:

Deyr fé

Deyja frændur

Deyr sjálfur hið sama

En orðstýr deyr aldrei

sá er sér góðan getur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband