8.1.2007 | 23:13
Hver ber ábyrgð á þínu lífi?
Hver ber ábyrgð á okkar lífi? Erum það við eða einhver annar?
Skoðum aðeins málið:
Það mætir enginn í vinnuna fyrir okkur....
Foreldrar okkar passa börnin okkar en þau setja þau ekki á leikskóla....
Bankastjórinn lánar okkur peninga en hann borgar ekki af lánunum....
Það þarf tvo í hjónaband ekki bara hinn !!....
Það erum við sjálf sem berum ábyrgð á okkar lífi en enginn annar. Það er enginn þarna úti að arisera öllu fyrir okkur. Við þurfum sjálf að setja okkur markmið og drauma því annars erum við að vinna eftir markmiðum og draumum annara.
Munið það að dagurinn í dag er hugsun okkar í gær en dagurinn á morgun er hugsun okkar í dag.
Athugasemdir
Það þarf líka að huga að því að þú ert þitt eigið fyrirtæki, og því þarftu að marka þér stefnu, styrk og gera sér grein fyrir veikleikum, styrkleikum, tækifærum og ógnunum. Stundum er sagt að í fyrirtækjarekstri eyði stjórnandinn 95% tíma sínum í að hugsa um það semhann getur gert betur og 5% tíma sínum í það sem hann gerir vel. Það þarf að vera krísustjórnun í manns eigin fyrirtæki. Með því að leggja niður fyrirtæki er maður að leggja niður kunnáttu, færni og þekkingu sem í fyrirtækinu bjó. Þetta þarf maður að huga að þegar kemur að manns "eigin" fyrirtæki. Nýta tengslanet, finna hugmyndunum úr vatnsglasinu nýjan farveg. Horfa í kringum sig og huga að tækifærunum.
Halla Signý
Halla Signý Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.