7.1.2007 | 23:39
Segðu vini þínum frá
Eitt af því sem gott er að temja sér í lífinu er að segja vini sínum frá þegar maður fær hugmynd sem maður telur að viðkomandi geti nýtt sér.
Ég man eftir sögu einni um kennara nokkurn sem var að kenna börnum þennan eiginleika. Hann helti vatni í glas þar til það var fullt. Sagði síðan börnunum að vatnið í glasinu væru allar þær hugmyndir sem við fengjum og vildum framkvæma. Hann spurði síðan börnin hvernig hægt væri að fá fleiri hugmyndir þ.e. bæta vatni í glasið.
Svarið var einfalt, hella út glasinu og bæta svo í.
Með því að setja frá sér hugmynd til vinar þá getur maður verið að fá betri hugmynd til baka um sama viðfangsefni.
Eins með því að leitast við að koma hugmyndum til vina munu þeir gera slíkt hið sama við okkur. Temjum okkur þennan góða eiginleika.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.