Leiðindi og vanlíðan

ava_logoOft kemur sá tími í lífi okkar að við þurfum að eiga við vanlíðan og jafnvel leiðindi í lífi eða starfi. Til dæmis er oft erfitt að takast á við vanafasta vinnu sem oft er kannski ekki gefandi. Eins getum við öll átt við tímabundna erfiðleika að stríða í lífi okkar. Sem manneskjur þurfum við að takast á við lífið í allri sinni mynd. Lífið er eins og árstíðirnar, stundum er vetur og stundum er sumar.

Í því sambandi er oft gott að rifja upp erindi úr kvæði indverska búddameistarans Shantideva en það hljóðar svo:

Svo lengi sem veröldin varir

og verur á jörðu eru til

þá megi ég lifa líka

og lofa allt sem ég skil

 

Að íhuga víðfeðmi hugans og ásetja okkur að gera okkar besta til langframa, það skiptir öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband