Eftir vetur kemur vor

WinterroseÍ lífi hvers manns kemur vetur og þá kemur í ljós hversu sterkur einstaklingur maður er og hvernig mann maður hefur að geyma.

Við megum ekki gleyma því að það er hvorki leiðin okkar né takmarkið sem skiptir máli í lífinu heldur hvað við verðum sem einstaklingar.

Stundum komumst við að því að við erum ekki á réttri leið og stundum komumst við að því að við munum ekki ná takmarkinu, þá er vetur. Hríðin getur verið köld og grimm en þá er gott að eiga góða fjölskyldu og góða vini sem kíkja í kaffi og drekka heitt kakó með manni og styðja við bakið á manni.

Ef við ræktum vini og fjölskyldu þá munum við ná að halda á okkur hita þrátt fyrir fimbulkaldan vetur og komum sterk til leiks þegar fyrsta rósin springur út að vori.

Ræktum okkur sjálf og lærum af vegferð okkar sjálfra og notum ekki veturinn sem afsökun heldur ástæðu til að undirbúa stórkostlega hluti. Ræktum fjölskyldu okkar og vini til að eiga góða að þegar vetur kemur því veturinn mun alltaf koma rétt eins og vorið og sumarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband