22.12.2006 | 04:28
Hvað færð þú í laun?
Einhverju sinni var maður spurður að því hvað hann hefði í laun. Maðurinn svaraði því til og sá sem spurði hváði þá við og spurði hvort hann væri sáttur við þau laun.
Maðurinn svaraði því til að fyrirtækið borgaði bara ekki hærri laun.
Spyrillinn leiðrétti hann og sagði: þú meinar fyrirtækið borgar ÞÉR ekki hærri laun.... Er fyrirtækið ekki að borga öðrum starfsmönnum 5-10 sinnum hærri laun? Maðurinn sagði jú það væri rétt.
Munurinn á þeim sem fá lág laun og þeim sem fá há laun er einfaldlega sá að sá sem fær hærri laun hann er verðmætari starfsmaður.
Ef þú villt fá hærri laun skaltu finna leiðir til að verða verðmætari starfsmaður. Þú getur gert það með því að tileinka þér þá hæfileika sem þeir best borguðu í fyrirtækinu hafa, þannig getur þú komist í þá stöðu að geta farið fram á launahækkun.
Athugasemdir
Stundum er það léttara sagt en gert...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.12.2006 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.