Ó hve ólík við erum

story_male_female_symbolsÞað er ótrúlegt hvað við getum öll verið sammála um hvað kynin eru ólík en þrátt fyrir það virðumst við lítið gera í því að skilja hvert annað.

Þegar við kaupum okkur heimilistæki finnst okkur sjálfsagt að við fáum með því leiðarvísi en þegar við hefjum 50 ára samband við annan einstakling þá eigum við bara að þreifa okkur áfram.

Gott dæmi um lítið mál sem skipt getur miklu er nöldur. Nöldur er afleiðing lítils misskilnings milli kynjanna.

Tökum dæmi. Þegar karlamðurinn kemur heim úr vinnu er konan komin heim á undan. Karlinn tekur dagblaðið og sest í sófann og byrjar að lesa. Þá byrjar ballið, konan byrjar að nöldra í manninum um allt sem aflaga er á heimilinu (eina ferðina enn). Karlinn er hins vegar fúll yfir því að fá ekki að lesa blaðið sitt í friði. Báðir aðilar finna fyrir neikvæðum tilfinningum og sambandið er orðið brothætt ef þetta gerist ýtrekað.

Ástæðan. Konan þarf að tala til að láta sér líða vel. Karlinn þarf að komast frá raunveruleikanum til að láta sér líða vel.

Lausnin. Konan pantar tíma hjá karlinum um leið og þau hittast. Konunni líður vel því hún fær tíma til að ræða málin. Karlinum líður vel því hann fær þá tíma til að setjast niður í 5-10 mín án þess að vera truflaður. Þegar svo tíminn er kominn á samræðurnar verða þær miklu auðveldari, karlinn er á staðnum til að hlusta (er ekki í Írak eða í Bolungarvík) og konan getur rætt um það sem raunverulega er að hrjá hana.

Eins og lausnin er einföld, hvað fáir vita af henni og nýta sér hana. Konan þarf að læra að panta tíma og karlinn að læra að hlusta.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í gamla daga í menntaskóla var kennd vélritun, þar þótti gott að geta slegið inn 50 orð á mínútu, ég benti oft konunni á að þó hún væri ekki best í að vélrita þá kæmist enginn nálægt henni í töluðum orðum á mínútu,

Raunverulegt hamingjuríkt samband næst aðeins þegar karlmaðurinn masterar þá list að hlusta en vera samt í sínum eigin heimi. 
Þetta er mjög einfalt, konur hafa engan sérstakan áhuga á þínu inputti hvors sem er. Eina sem þú þarft að gera er að viðhalda augnsambandi allan tímann meðan hún talar og í enda samtalsins hika aðeins (láta eins og þú sért að hugsa) horfa lítið eitt niður og segja látt "ég skil þig núna, þetta er rétt hjá þér"

þetta er allavega mun auðveldara en þetta panta tíma dæmi hjá þér, konan spurði mig áðan um eitthvað , ég stoppaði hana í miðjum klíðum, sagði henni að hún þyrfti að panta tíma hjá mér en það væri enginn laus fyrr en í febrúar, hún klikkaðist.  thanks alot

Eythor (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband