18.12.2006 | 07:53
Elskaðu tækifærið
Einhver hefur sjálfsagt sagt við þig að þú eigir að elska vinnuna þína en það þarf hins vegar ekki endilega að vera sannleikurinn. Sannleikur er einfaldlega sá að þú átt að elska tækifærið. Tækifæri til að smíða þitt eigið líf, framtíð, heilsu, árangur og ríkidæmi.
Það heillar þig kannski ekki að rífa þig á fætur og arka af stað og berja á dyr einhvers en það sem kann að bíða þín handan hurðarinnar er kannski tækifærið sem þú ert að leita að.
Einhver kann að spyrja; á ég að elska það að sópa gólfið á smíðaverkstæðinu?.. Nei þú átt ekki að gera það en ef þetta er fyrsta skrefið í því að klifra stigann alla leið á toppinn áttu að segja við sjálfa/n þig: ,,Ég er ánægður með að einhver gaf mér þetta tækifæri á að sópa gólfin og ég skal gera það vel en ég ætla mér lengra". Til að komast upp stigann þarf maður að stíga í fyrstu tröppuna.
Verum þakklát fyrir öll þau tækifæri sem við fáum. Staðurinn sem við erum á í dag er kannski ekki sá staður sem við viljum vera á en hugsanlega er hann aðeins skref í átt að þeim stað sem við viljum vera á.
Ef við erum ánægð í vinnunni og hvetjum aðra til þess að vera það, þá munu dyr tækifæranna opnast okkur eða eins og bróðir minn segir oft; If opportunity doesn´t knock, build a door.. eða ,,Ef tækifærin banka ekki, byggðu þér hurð".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.