Hvernig vaknaðir þú í morgun

sleepeÞað er svo merkilegt hvað við veltum oft lítið fyrir okkur hvað fyrstu tvær mínútur dagsins skipta okkur oft miklu máli. Á þessum tveim mínútum erum við oft búin að ákveða hvernig dagurinn verður hugarfarslega og já þá líka veraldlega.

Hugarfar okkar og hugsun hefur ekki bara áhrif á líðan okkar heldur líka á umhverfi okkar og samskipti við aðra. HVer kannast ekki við það að laðast frekar að fólki sem er jákvætt og skemmtilegt en síður að fýlupúkanum sem heilsar þér ekki þegar þú mætir í vinnuna.

Temjum okkur það að fara tímarlega á fætur og byrja daginn á því að þakka fyrir það sem við höfum. Í fyrsta lagi skulum við þakka fyrir okkur sjálf, að fá að takast á við lífið, síðan skulum við þakka fyrir alla þá einstaklinga sem okkur þykir vænt um. Við skulum líka þakka fyrir húsaskjólið sem við höfum hversu lítið eða ómerkilegt það er þá er það þó okkar húsaskjól. Við skulum líka þakka fyrir öll þau tækifæri sem verða á okkar leið og færa okkur heim sanninn um kraft okkar og styrk.

Þegar við höfum þakkað fyrir allt sem við eigum skulum við temja okkur það að brosa og láta ekki smámál eins og það að tannkremstúpan sé tóm skemma fyrir okkur daginn.

Það er alveg ótrúlegt hvað líf okkar mun breytast með því að temja okkur þetta hugarfar, fólk fer ósjálfrátt að hjálpa þér og aðstoða því það langar til þess því þú ert svo jákvæður einstaklingur.

Munum bara orð Megasar: Smælaðu framan í heiminn og þá mun heimurinn smæla framan í þig...

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband