Skítugt gólf þarf að skúra

Eftir áralanga vinavæðingu kerfisins þarf að hreinsa til.

Landið er nánast hrunið, auðvitað er vitað hver ber ábyrgð á því, það þurfti ekki bara að koma Sjálfstæðisflokknum frá í ríkisstjórn heldur þurfti líka að hreinsa út úr stöðnuðu ríkisbatteríinu sem Sjálfstæðisflokkurinn var farinn að líta á sem stofnanir innan flokksins.

Auðvitað þurfti og þarf að hreinsa skítinn eftir flokkinn.... alls staðar.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Mér þykir þú kasta steinum úr glerhúsi Bjöggi. Ert þú ekki í Framsókn?

Aðalsteinn Bjarnason, 9.2.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Sæll

Ég er svona að koma aftur inn í starfið, tók þátt í því að kjósa nýja forustu.

Framsóknarmenn hafa viðurkennt sín mistök og vilja að það verði hreinsað vel til alls staðar. Það á ekkert að undanskilja neinn í því.

Því miður virðast Sjálfstæðismenn hvorki sjá að þeir hafi gert mistök né vilja taka þátt í því að skapa sátt í samfélaginu og byggja upp nýtt Ísland.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 9.2.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég vona að nýtt Ísland verði ekki byggt upp á "skrílræði". Ég hélt einhvernvegin að það væru önnur mál mikilvægari nú en að ofsækja embættismenn. Ég held að þetta sé gert viljandi til að beina augum fólks frá raunverulegum vandamálum.

Aðalsteinn Bjarnason, 9.2.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband