Speglapólitík

spegillMerkileg þessi pólitík í Reykjavík. Það má kannski taka undir orð Óskars Bergssonar, sumir virðast hugsa meira um spegilmynd sína en að stjórna borginni.

Ég óska Borgarbúum til hamingju með nýjan meirihluta, það litla sem ég þekki til Óskars er að þar fer góður maður á ferð, sem ég veit að hugsar meira um hag borgarbúa en sína eigin spegilmynd.


mbl.is Svik, lygi og pólitísk slátrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Var þetta ekki bjánalegt skítkast? Ég las það þannig. Mér sýnist hann vera að hjálpa til við að stroka Framsókn út.

Villi Asgeirsson, 21.8.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Ja, mér fannst þetta frábær samlíking við þá pólitík sem Dagur stundar, ég verð bara að segja það eins og Steingrímur hefði sagt

Mér sýnist pólitík Óskars muni hafa einmitt öfug áhrif, sýna þann styrk að þora við erfiðar aðstæður, sem sagt framkvæma í stað þess að baða sig í sjálfsdýrðarljóma eigin spegilmyndar.

Alla vega er ég ánægður með Framsókn í dag og óska þeim velfarnar við að stýra borginni, það er jú það mikilvægasta og láta rauðliðana um speglapólitíkina.

kv.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 21.8.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég var farinn að halda að ég væri sá eini sem sér í gegnum vælið í Degi B.

Hann er búinn að mæta í hvern einasta fréttatíma undanfarna 3 mánuði og segja nánast sama hlutinn, eins og biluð plata.

Viðar Freyr Guðmundsson, 22.8.2008 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband