16.7.2008 | 09:58
1991-1995 að endurtaka sig!
Við erum að upplifa nánast það sama og þegar kratar og Sjallar voru í samstarfi síðast. Algjört hrun hjá fyrirtækjum, gífurlegt atvinnuleysi og brátt munum við sjá fólk flykkjast úr landi.
Ráðaleysið er algjört, því miður fyrir okkur almúgann.
Spurningin er hvort við þurfum að þola þetta út kjörtímabilið eða hvort við berum gæfu til þess að ríkisstjórnin springi og aðrir komist að til að stjórna landinu í þá átt sem nauðsynleg er.
Þarf þessi ríkisstjórn 10% atvinnuleysi og að 2.000 fyrirtæki fari á hausinn á mánuði til að fara frá? Er ekki nóg 3,1% atvinnuleysi og 200 fyrirtæki á mánuði?
Eina gáfulega sem hægt er að gera núna er að boða til nýrra kosninga, nóg er af fólki sem kann og getur afstýrt þessu hroðvitningslegu vinnubrögðum sem nú eru stunduð á Alþingi.
Nýjar kosningar takk.
![]() |
Atvinnuleysi 3,1% á öðrum fjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÉG er sammála þér að eitthvað þarf að gera núna strax og helst í gær en hvað? Hvernig er hægt að afstýra þessu?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.7.2008 kl. 10:56
Mikið er ég sammála þér Björgmundur... Ég man svo vel þær hörmungar sem gengu yfir landið á þessum árum sem þú nefndir og við vorum í mörg ár að ná okkur á strik.. Ég held að ríkisstjórnirnar sem eru við völd ( því þær virðast vera tvær) trúi því ekki að að ástandið sé eins og það er og gera bara ekki neitt. Ég verð nú að segja að ég hafði ákveðnar væntingar til þessarar stjórnar en vonbrigðin eru alger og fullkomin.
Magnús Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 19:34
Ömmmm... það var minna atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2008 heldur en árið áður, og árið þaráður, og þaráður og reyndar síðan 2003. Þarna er ekki verið að tala um skráð atvinnuleysi (þeir sem skrá sig á bætur), heldur er þetta hlutfall þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Sem er viðmiðið sem hagstofan notar. Fleiri viðmið eru til, vinnumálastofnun Bandaríkjanna notar sex mismunandi viðmið.
Himmi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 19:09
Ég held að það sé leitun að þeim sem ekki sjá að atvinnuleysi er að aukast verulega og það mjög hratt.
Við eigum eftir að sjá þessar tölur stíga mjög hratt núna eins og síðustu mánuði.
Það er alveg sama hvar maður drepur niður fæti þar heyrir maður af uppsögnum.
Það sem hægt væri að gera strax er að styrkja gjaldeyrisforðann. Efla Íbúðalánasjóð til að koma í veg fyrir hrun á fasteignamarkaði (sjáum hvernig það er að leika hagkerfi Bandaríkjanna núna) með tilheyrandi afleiðingum.
Bankarnir þurfa mikið á því að halda að trúverðugleiki í fjárhagsstjórnun ríkisins batni því þeir þurfa nauðsynlega að komast í ódýrara fjármagn til að lána fyrirtækjunum í landinu. Þegar eitt fyrirtæki fer á hausinn þá skaðast mörg önnur, dominoáhrif.
Skaðinn af því að þurfa að bremsa hagkerfið svona mikið með aðgerðaleysi ríkis og aðgerðum Seðlabanka mun skaða atvinnumarkaðinn varanlega. Mikill fjöldi hæfileikaríkra einstaklinga mun verða gjaldþrota í kjölfar gjaldþrota fyrirtækjanna og þannig tapast verðmæt þekking í kjölfarið. Þekking starfsmanna á sérhæfðri vinnu fyrirtækja mun tapast. Það sem er að gerast er framlegðarrýrnun í samfélaginu.
Fyrirtæki fara ekki bara á hausinn vegna lélegrar stjórnunar. Það getur verið vegna vanskila eða vegna þess að önnur fyrirtæki fara á hausinn. Það getur verið vegna sveiflna í gengi (þurfa að selja vöru á undir því verði sem það neyðist til að kaupa það á vegna samninga) sem ekki hefur farið fram hjá neinum. Svo má telja olíuverð.
Kv
Björgmundur Örn Guðmundsson, 17.7.2008 kl. 19:49
Kannski leitun, en hey... búið að finna einhvern, Hagstofan. Samkvæmt mælingum hennar er atvinnuleysi minna en í fyrra.
Til að styrkja gjaldeyrisforðann þarf að kaupa gjaldeyri, til að efla íbúðalánasjóð þarf að prenta peninga. Það vinnur hvort gegn öðru.
Kannski er enginn að bremsa hagkerfið af heldur er hagkerfið að bremsa af sjálft. Fasteignamarkaðurinn er útblásinn hér eins og annars staðar (hann er ekki bara að hrynja í Bandaríkjunum heldur líka í Bretlandi, Spáni, Danmörku, Kína, Frakklandi, etc. Hann hrynur líka hér, fasteignaverð er of hátt. Maður með meðaltekjur þarf að borga ríflega helminginn af laununum sínum í 40 ár til að eignast íbúð. Þeir sem keyptu á uppsprengdu verði síðustu ár eru í skítnum og verða í skítnum, því verður ekki breytt.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir gjaldþrotahrynu er að búa til ódýrt lánsfé með því að lækka stýrivexti. Peningamagnið eykst þá og enn aukin verðbólga fylgir í kjölfarið, verðtryggðum skuldurum til enn meira tjóns. Það er ekki til neinn alkaseltzer við þessum timburmönnum.
Himmi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:39
Ef við skoðum sömu tölur og þú Himmi minn þá sérðu að ef þú tekur saman þá sem eru búnir að vera atvinnulausir í 2 mánuði eða skemur þá er það atvinnuleysi 33% meira í ár en í fyrra. Það er það sem ég er að tala um. Atvinnuleysið er að verða til núna og er að aukast.
Við sjáum líka að gjaldþrotin eru að aukast núna og munu halda áfram að aukast.
Við erum hætt að bremsa, við erum komin út af þjóðveginum og farin að velta.
Björgmundur Örn Guðmundsson, 17.7.2008 kl. 22:48
Það er rangt, það er 25% (ef maður telur ekki þá með sem eru búnir að fá vinnu en eru ekki byrjaðir). Þú skoðaðir bara þá sem höfðu verið atvinnulausir í 1-2 mánuði. Ef litið er á langtímaatvinnuleysi (lengra en þrír mánuðir), þá er það helmingurinn af því sem það var í fyrra og minna en það hefur verið síðustu ár. En vafalaust er það rétt hjá þér að atvinnuleysi eigi eftir að aukast á næstunni ef miðað er við sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi minnkar þó líklegast í haust samkvæmt mælingum Hagstofunnar af því að þá fer fólk í skóla, það eykst hins vegar væntanlega samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar af því að þá skrá fleiri sig á bætur sem skólafólkið hefur ekki rétt á. Það gerist í kjölfar gjaldþrota og minni þenslu (hugsanlega samdráttar). Þenslan var vegna ódýrra lána, gjaldþrotin eru vegna þess að lánin fást ekki framlengd.
Himmi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.