Læra menn aldrei?

religionEr ekki kominn tími til að við friðmælumst við Mið-Austurlönd.

Akkurat svona framkoma að neita viðræðum út af sögulegum ástæðum gerir ekkert annað en að festa frekar í sessi þann ríg sem ríkir á milli Austurs og Vesturs.

Sagt er að trúin flytji fjöll en stundum finnst mér eins og hún búi til fjöll milli manna. Látum ekki trú okkar blinda okkur sín á vináttu og kærleika gagnvart öðru fólki.

Við erum ekki öll eins en það þýðir ekki að við eigum að draga okkur í dilka og aðrir séu verri en við þrátt fyrir að trú okkar og lífsgildi okkar séu ekki eins.

Opnum fyrir flæði milli menninga þannig að menning okkar allra geti auðgast. Auðug menning felst nefnilega ekki í einni algildri fullkominni menningu heldur fjölbreyttri flóru hefða, sköpunar, lífsgilda, hneygðar og alls þess sem auðgar líf okkar.

Við erum nefnilega frábær.....saman.

 


mbl.is Frakkar reyna að koma í veg fyrir inngöngu Tyrkja í EB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir þeim gríðarlega menningarlega mun sem á annars vegar Tyrkjum og hins vegar vestur evrópskum menningarháttum. Þú skalt ekki halda annað en að yfir Evrópu munu streyma milljónir Tyrkja í leit að betri lífsgæðum, sem í sjálfu sér væri hið besta mál ef þeir væru líka tilbúnir að taka upp vestræna lifnaðarhætti. Það eru þeir hins vegar ekki tilbúnir að gera eins og dæmin sanna og ég held að þetta sé það sem Frakkar og reyndar fleiri þjóðir vita og vilja koma í veg fyrir.

Að auki má benda á að Tyrkir hafa í mörg ár stundað þjóðarmorð á Kúrdum undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn terroristum. Hvernig þætti þér að setja í íslensk lög að ákvæði sem bannaði innflytjendum að tala sitt móðurmál og að borgarstjórn Reykjavíkur yrði sett af vegna þess að hún byði útlendingum upp á umsóknareyðublöð og aðra aðstoð á þeirra eigin tungumáli?

Tyrkir hafa líka þumbast við að viðurkenna þjóðarmorð á Armennum á tímum Ada Turks.

Ég veit ekki af hverju þú ert að blanda trú inn í þetta en ég held að þú þurfir að koma með einhver önnur rök inn í málið heldur en trú og kærleika - það sýnist mér að gangi ekki upp í þessum heimi.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Það er gríðarlegur menningarmunur og þess vegna vill ég þá inn í Evróðusambandið til að auðga menningu okkar allra. (Tyrknest kaffi er æðislegt og Tyrkneskar sírópkökur).

Það eru milljónir Tyrkja í Evrópu og ekki eru þeir að drepa neinn þar.

Mörg Evrópuríki eru í Írak í dag að berjast við meinta hryðjuverkamenn!!! Hefur þú aðra skoðun á því?

Evrópumenn héldu Afríku í gíslingu í margar aldir, þannig að sagan er okkur ekki hliðholl.

Ástæða þess að minnihlutahópar í Tyrklandi eru að ná betri réttindum er krafa Evrópusambandsins.

Er hommafóbía Kaþólikka eitthvað betri, ég bara spyr.

Hafa Austurríkismenn viðurkennt sinn hlut í útrýmingu Gyðinga í seinni heimstyrjöldinni?

Þeir Tyrkjar sem ég þekki eru gott fólk og ef eitthvað þá eru Tyrkir Evrópskari en við Íslendingar (við erum svo Amrísk).

Ef þú kæri Jón hefðir einhverntíma farið til Tyrklands eða umgengist Tyrkja þá myndir þú hafa aðra skoðun.

Hvers vegna ættu Króatar frekar að komast inn í Evrópusambandið, þeir ráku nú alla Serba frá Króatíu á sínum tíma, heldur þú að það gæti ekki tengst því að þeir eru Kristinnar trúar?

Björgmundur Örn Guðmundsson, 25.6.2007 kl. 19:24

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Áfram Björgmundur! þetta er frábært tækifæri fyrir heiminn til að sýna framm á að það er mögulegt að búa saman, þrátt fyrir mismunandi menningu! Þegar Tyrkir verða komnir inn í ESB og hagur þeirra mun batnar mikið á skömmum tíma, þá er mjög líklegt að það komi af stað bylgju aukinna lífsgæða niður til miðausturlanda og asíu. Ég horfi á þetta sem eitt stærsta tækifæri sögunnar til að bæta heiminn, en er samt fullviss um að þetta muni taka áratugi og Tyrkir muni fá mun lengri aðlögunartíma en flest önnur ríki sem hafa gengið inn.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 25.6.2007 kl. 20:03

4 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Frændi minn Magnús Bernharðsson sem er sérfræðingur í Mið-Austurlöndum hefur alltaf sagt að það mikilvægasta fyrir þetta svæði er að Evrópusambandið hleypi Múhameðstrúarlandi inn í sambandið og sanni þannig að Evrópa er fyrir alla og það sé vilji til að brúa milli þessara menningarheima.

Til dæmis var í Sjónvarpinu í vetur þættir um áhrif Múhamestrúarmanna á Spáni. Spánverjar hafa í nokkrar aldir reynt að fela áhrif þeirra á Spáni sem var það mikil að það er talið eitt af þeim skilyrðum sem urðu til svo Evrópa gæti þróast menningarlega á miðöldum. Tyrkir (Ottómanar) komu með Grísku fræðin til Evrópu.

Við erum ekkert betri en þeir, ekkert frekar en sögulega þá hafa Kínverjar aðeins síðustu 200 ár ekki verið stærsta veldi heimskringlunnar síðustu árþúsundin og verið menningaruppspretta heimsbyggðarinnar.

Sagan er ekki aðeins eins og við viljum sjá hana og er kannski ekki kominn tími á að við lærum af henni.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 25.6.2007 kl. 21:41

5 identicon

Ágæti Björgmundur

Ég skil ekki alveg af hverju þú ert að þvarga í mér. Það eina sem ég gerði var jú að benda þér á nokkrar staðreyndir sem margir þeir sem leggjast gegn inngöngu Tyrkja í ES hafa haldið á lofti. Þegar ég þó les svarskrif þín virðist mér að girnd þín í tyrkneskt kaffi og tyrkneskar sýrópskökur sé hin raunverulega ástæða fyrir hinum upphaflegu skrifum og veit ég satt best að segja ekki alveg hvað ég á að halda.

Síðan bendir þú á þá staðreynd að í Evrópu séu milljónir Tyrkja [...] og ekki eru þeir að drepa neinn þar. Var einhver að halda því fram? Ég hef a.m.k. ekki heyrt þau rök áður að Tyrkir væru að drepa fullt af fólki í Evrópu.

Næst segir þú: Mörg Evrópuríki eru í Írak í dag að berjast við meinta hryðjuverkamenn!!! Hefur þú aðra skoðun á því?

Þér að segja þá hef ég aðra skoðun á því en hún kemur þessu máli ekkert við því við erum ekki að ræða Írak hér.

Í einu stóru stökki ertu næst kominn til Afríku: Evrópumenn héldu Afríku í gíslingu í margar aldir, þannig að sagan er okkur ekki hliðholl.

Ég er ekki viss um að ég skilji alveg þennan útúrdúr þinn en tek þó fyllilega undir orð þín um að saga evrópumanna í Afríku er síður en svo fögur.

Í næsta stökki ertu þó aftur kominn til Tyrklands: Ástæða þess að minnihlutahópar í Tyrklandi eru að ná betri réttindum er krafa Evrópusambandsins. Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Kúrdar hafa sennilega sjaldan eða aldrei verið meira ofsóttir en einmitt um þessar mundir. Sama er að segja um kristna söfnuði í Tyrklandi - að þeim er þrengt. Núverandi stjórnvöld hafa verið mjög höll undir islam og fólk sem sýnir ekki nóga trúarlega sannfæringu hefur misst atvinnuna - t.d. hafa háskólar í Tyrklandi nánast verið hreinsaðir af frjálslyndum kennurum og aðrir opinberir starfsmenn sem sýnt hafa of mikið frjálsræði hafa einnig verið reknir. Ef ekki væri vegna andstöðu hersins væri Tyrkjandi nú alfarið stjórnað af islömskum öfgamönnum. Mér sýnist að þú vitir greinilega ekkert um hvað þú ert að tala.

En svo ferð þú að tala um homma og spyrð: Er hommafóbía Kaþólikka eitthvað betri, ég bara spyr. Líklega ertu þarna að líkja skoðunum þeirra sem eru á móti inngöngu Tyrklands í ES við hommafóbíu. Ég einfaldlega treysti mér ekki út í slíkan samanburð, bæði hef ég ekki mikla þekkingu á málefnum samkynhneigðra og kaþólskra en einnig þykir mér samanburðurinn hálf undarlegur.

Næst tekur þú fyrir helförina: Hafa Austurríkismenn viðurkennt sinn hlut í útrýmingu Gyðinga í seinni heimstyrjöldinni? Þú hefðir betur bent á þetta strax í fyrsta innlegginu því punkturinn er góður. En það er nú einu sinni svo að Austurríkismenn eru í ES, Tyrkir ekki. Það mætti ábyggilega nefna fleiri svona dæmi, t.d. meðferð rúmenskra stjórnvalda á Sígaunum.

Svo segir þú: Þeir Tyrkjar sem ég þekki eru gott fólk og ef eitthvað þá eru Tyrkir Evrópskari en við Íslendingar (við erum svo Amrísk). Fyrirgefðu Björgmundur, en ég trúi einfaldlega ekki að þú þekkir marga Tyrki. Það eru ekki margir Tyrkir sem búa hér á landi og þeir fáu sem slæðast hingað upp eru annaðhvort búsettir í Evrópu eða hafa búið þar í mörg ár. Að halda því fram að Tyrkir séu evrópskari en t.d. við Íslendingar er þvílíkt rugl að hið hálfa væri nóg. Tyrkir eru hins vegar afar gestrisnir heim að sækja, einkum á vernduðum svæðum eins og í kring um Marmaris sem er undir vernd tyrkneska hersins. En gestrisni þeirra er að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við það svæði.

Næsta málsgrein þín Björgmundur, sýnir svo ekki verður um villst að þú ert að gefa þér einhverjar rangar forsendur: Ef þú kæri Jón hefðir einhverntíma farið til Tyrklands eða umgengist Tyrkja þá myndir þú hafa aðra skoðun.

Þér til fróðleiks þá langar mig að upplýsa þig um að ég er kvæntur tyrkneskri konu og hef örugglega umgengist fleiri Tyrki en þú og farið oftar til Tyrklands. Þú veist ekkert um mínar skoðanir og ég ætla að biðja þig að vera ekki að gera mér þær upp. Um Króata og Serba nenni ég ekki að ræða frekar við þig því þá mætti alveg eins tala um Þjóðverja og Gyðinga, Baska og Spánverja, Sama og Finna, Dani og Grænlendinga og guð má vita hvað.

Næst þegar einhver ritar eitthvert komment á síðuna þín þá ættirðu að lesa það vel yfir áður svo þú verðir ekki að undri.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 02:49

6 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Kæri Jón 

Það er mín skoðun að innganga Tyrkja hefi jákvæð áhrif á Tyrkland og Evrópu sem og jákvæð áhrif á tengsl þessara tveggja heimshluta.

Það sem ég var að benda á var að mjög margar þjóðir hafa svarta fortíð en slíkt á ekki og hefur ekki aftrað því að Evrópusambandið varð til.

Við þurfum að sameina heiminn og brúa bilið milli trúarbragða sem oft hafa verið notuð sem ástæða stríðandi fylkinga. Meiri samvinna við Tyrki er jákvætt skref í að stilla til friðar milli Kristinna manna og Múhameðstrúarmanna (rétt eins og Magnús frændi min hefur marg oft bent á).

Í sögulegu samhengi er jákvætt að mynda tengslin rétt eins og það er jákvætt að þú skulir eiga Tyrkneska konu. En það að þú eigir Trykneska konu gefur ekki þér einum rétt til að hafa skoðun á þessu máli. Ég þekki marga Tyrkja í gegnum mína vinnu og veit að þeir bíða ekkert í biðröðum eftir því að rústa Evrópskri menningu. Tyrknesk áhrif eru víða í heiminum og hefur mér ekki fundist það hafa verið til skaða heldur frekar til að auðga menningu ýmissa landa.

Ég á ekki von á því að eiginkona þín hafi og muni hafa skaðleg áhrif á íslenska menningu.

Við það að Tyrkjar gangi í Evrópusambandið aukast líkurnar á því að tengdamamma þín geti flutt til Íslands, kannski það sé hinn raunverulegi ótti þinn?! Spyr sá sem ekki veit.

Niðurstaðan er því sú að þú ert sammála mér í því að aðrar þjóðir en Tyrkjar eru og hafa verið að nýðast á minnihlutahópum og því hlýtur þú að vera mér sammála að það eitt getur ekki staðið gegn því að Tyrkjar gangi í ESB rétt eins og þú nefndir í byrjun að væri ein af ástæðunum. Eins eru fleiri þjóðir en Tyrkjar sem ekki vilji kannast við fortíð sína (saman ber Austurríkismenn) þannig að ekki getur það staðið fyrir inngöngu þeirra. Eins og ég hef útskýrt þá er menningarlegur mismunur jákvæður og getur haft gríðarleg áhrif á velmegun þjóða þegar opnast fyrir menningarlega strauma milli landa.

Þannig að þrátt fyrir furðulega afstöðu Frakka þá hljótum við að vera sammála um að Tyrkir eigi að ganga í Evrópusambandið, ekki satt? Við það getum við unnið á jákvæðan hátt á svartri fortíð og nútíð þeirra Tyrkja.

E.s.Já mér finnst Tyrkneskt kaffi og Tyrkneskar sýrópskökur algjör snilld, smakkaði það fyrst í Króatíu og svo seinna annars staðar í heiminum, algjör snilld.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband