Vald og vit

Wall-Street-BullÍ gær þurfti að setja inn nautin í sveitinni. Mikilvægt var að koma stórum og mannýgum nautum í hús áður en leikskóli unga sveitamannsins kæmu í heimssókn til að kveðja hann því drengurinn er á leið í skóla í haust.

Það gekk auðveldlega að koma öllum nautunum inn nema einu og þetta eina var það stærsta og ógnvænlegasta. Hefði sómt sér vel í nautabanahringnum á Spáni.

Mikið var reynt að koma því í hús en alltaf þegar komið var nálægt því snéri það sér við og æddi á viðkomandi. Sluppum ég og faðir minn naumlega í þrígang.

Nú voru góð ráð dýr, 20 krakkar á leikskólaaldri á leiðinni en ljóst var að nautið yrði ekki fangað með illu nema þá dauðillu....

Var þá ljóst að það yrði ekki tekið með valdi og var þá bara eitt eftir þ.e. vit.

Faðir minn tók þá á það ráð að binda bandspotta í hurðina á nautakvíunni og tók svo við þá yðju að bera hey í kvíuna, henti smá heyhnausum við innganginn til að lokka nautið inn fyrir hússinsdyr.

Í stuttu máli þá lét nautið lokkast og í þann mund sem það fór inn um dyrnar togaði faðir minn í spottann og lokaði dyrinni. Urðu þá mikil fagnaðaróp, ekki sýst hjá unga sveitamanninum sem  sá þá að það yrði hægt að fá leikskólann í heimsókn.

Þessi litla saga segir okkur og stundum þurfum við að nota vitið til að ráða við aðstæður sem við fyrstu sýn sýnast óvinnanlegar.

Stundum þurfum við aðeins að stoppa við og hugsa og spara okkur þannig mikið strit. Betra er vit en strit, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

passaðu þig á nautunum Bjöggi minn maður veit aldrei hvenær þú snúa sér að manni sjálfum ;)

Guðný Jóhannesdóttir, 13.6.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband