25.5.2007 | 23:39
Tvær hliðar
Mér var hugsað til sögu einnar um daginn sem mig langar að deila með ykkur.
--------------------------------------------
Þannig var að maður nokkur sat á biðstofu á sjúkrahúsi. Eftir nokkra stund sest maður með tvo unga drengi við hlið hans. Maðurinn sest í rólegheitunum niður, hallar sér aftur og starir út í loftið. Drengirnir hins vegar ærslast um, príla og hafa mikinn hávaða.
Greinilegt var að ólæti drengjanna hafði mikil áhrif á fólkið á biðstofunni sem margt var gamalt og lasburða. Verst þótti þó manninum afskiptaleysi föðursins sem ekki einungis skipti sér ekki af því sem drengirnir voru að gera heldur virtist hreynlega ekki taka eftir því.
Eftir drykklanga stund gafst maðurinn upp og snéri sér að föðurnum og sagði við hann með greinilegum pirringi í röddinni ,,getur þú ekki haft hemil á drengjunum þínum, sérðu ekki að þeir eru að æra allt fólkið hérna".
Það var eins og faðirinn hrikki upp af svefni, leit í kringum sig og sagði ,,Fyrirgefðu, en við vorum að koma frá því að okkur var tilkynnt að konan mín og móðir drengjanna lést fyrir stuttu, blessaðir drengirnir vita sennilega ekki hvernig þeir eiga að vera eða láta og sjálfur er ég utan við mig".
---------------------------------------------
Hlutirnir eru ekki alltaf eins og við sjáum þá, vörumst að dæma því við vitum ekki alltaf allar hliðar málanna.
Athugasemdir
heyr heyr... góð saga... mæli með því að allir taki hana til sín :):)
kv Tinna
Skafti Elíasson, 26.5.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.