28.1.2007 | 01:35
Hvaða góðverk gerðir þú?
Er samviska þín í lagi þegar þú ferð að sofa í kvöld? Það skiptir engu máli hvað öðrum finnst um þig eða hvernig öðrum finnst þú eigir að vera. Við erum það sem við hugsum og um leið og við áttum okkur á því þá verðum við að beina hugsun okkar í rétta átt.
Okkar líðan og þar af leiðandi hugsun okkar um okkur sjálf byggist ekki á því hvað öðrum finnst að við höfum gert rétt, heldur hvað okkur finnst um okkur sjálf.
Við skulum því temja okkur rétta hugsun og gott hugarfar. Með því að gera góðverk á hverjum degi erum við að byggja upp okkur sjálf og jákvæðar hugsanir okkar.
Jákvætt framtak byggir upp jákvætt hugarfar og þar af leiðandi byggir það upp sjálfstraust og vellíðan okkar. Það getur enginn stjórnað hugarfari okkar og þar af leiðandi getum við byggt okkur upp sjálf á ólíklegustu stöðum og aðstæðum. Með því að breyta rétt út frá okkar eigin viðmiðunum þá munum við fara að sofa í kvöld án samviskubits ekkert annað skiptir máli fyrir okkur.
Umfram allt skulum við temja okkur hugarfar sem byggist á okkar eigin viðmiðunum en ekki viðmiðunum annara. Það er miklu betra að verja lífi sínu í að standa fyrir sínu eigin viðmiði annað er glataður tími.
Athugasemdir
Rétt hugsun og breytni er afar afstætt hugarfar og breytilegt milli þjóða, kynþátta, trúarbragða og reynsluheima. Ég skil samt hvað þú ert að fara og að þér gengur gott eitt til. 'Eg er sammála þér um að við erum það semvið hugsum. Bendi þér á að kíkja á heimildamyndina The Secret, sem hægt er að sjá á netinu fyrir örfáa dollara. Hún gengur einnig manna á milli hér á landi í "krakkaðri útgáfu"
http://www.thesecret.tv/movie/techcheck.html
Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2007 kl. 03:16
Sælir
Ég er búinn að sjá The Secret og er með tengil á hana hér til hliðar. Þetta er besta mynd sem ég hef séð.
Kv.Björgmundur
Björgmundur Örn Guðmundsson, 28.1.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.