22.1.2007 | 22:42
Kötturinn og ég
Það er sérstök tilfinning að sitja hér fyrir framan tölvuna og skrifa um það sem er að gerast hjá mér. Í morgun hitti ég smitsjúkdómalækninn minn þar sem hún færði mér heim sanninn um veikindi mín. Ekki vissi ég að sú baktería sem herjar á mig væri til og þar að auki kæmi frá köttum.
Ég byrjaði strax í dag á ströngum lyfjum sem eiga að fjarlægja þessa aðskotabakteríu.
Það er ekki ætlunarverk mitt nú að fá samúð ykkar sem lesið heldur veita samúð mína, því þær aukaverkanir sem þessi lyf valda mér hafa veitt mér innsýn inn í heim sem ég þekki ekki.
Þær aukaverkanir sem ég fæ eru krampar sem lýsa sér sem snöggar hreifingar og óstöðugur andardráttur þegar ég tala (virkar eins og stam).
Tilhugsunin að sitja hér og vita að þessari lyfjameðferð líkur eftir 3 vikur fær mann til að hugsa um þá einstaklinga sem kannski þurfa að lifa við þetta alla ævi. Þessi tilhugsun fær mann til að vera þakklátur fyrir það að vera heilbrigður.
Hversu sjaldan munum við eftir því að þakka fyrir það sem við höfum, heilbrigði og hamingju.
Við skulum temja okkur það að þakka fyrir allt sem við höfum á hverjum morgni, við eigum það skilið, látum ekki lífið vera sjálfsagt.
Athugasemdir
Úff.... jahérna... blessaður kötturinn hehe
Þetta eru góðir punktar, hugsa sér hvað maður er heppinn að vera heilbrigður, þess vegna er nú eins gott gera allt sem maður getur til þess að tryggja að heilsan verði góð áfram.
Láttu þér batna Bjöggi minn, bestu kveðjur frá okkur Malla.
Halldóra
Halldóra Skúla (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 12:56
Björgmundur Örn, heimsspekingur!
Frábært að fá að eiga hlut í þínum hugsunum og pælingum með því að kíkja á bloggið þitt. Það er víst alveg öruggt að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og vonandi að sem flestir geri sér grein fyrir því hve heilsan er okkur og fjölskyldum okkar gríðarlega mikilvæg.
Taktu því rólega og láttu þér batna,
kveðja að austan,
Díana Mjöll og co.
Life will never be the same...!!, 24.1.2007 kl. 10:51
Kæri Björgmundur!
Takk kærlega fyrir frábæra punkta og pælingar.
Já heilsan er svo sannarlega það mikilvægasta sem við eigum en þökkum kannski aldrei nógu oft fyrir.
Mundu það sem sagt er í Secret og þú nærð fullri heilsu áður en þú veist af.
Við sendum jákvæða strauma til þín og þinnar fjölskyldu.
kær kveðja
Halldóra Ósk og Einar Örn
Halldóra Ósk Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 21:44
Flott lífsviðhorf og mikill styrkur hjá þér.
Takk fyrir gott blogg sem vekur fólk til umhugsunar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.1.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.