Kjarni málsins

circel_webwinkelSíðustu vikur, mánuði og ár hef ég mikið fylgst með fréttum. Það sem mér finnst alltaf merkilegt er hin mikla áhersla fjölmiðla eða öllu heldur viðtalenda fjölmiðla á hverjum er um að kenna.

Til dæmis snýst Byrgismálið lítið um hvað skuli gert fyrir þetta fólk sem þarf á hjálp að halda heldur að mestu um hverjum er um að kenna hvernig það mál hefur þróast. Að sumu leiti á Guðmundur Tyrfingsson (SÁÁ) heiður skilið fyrir að vekja máls á aðalatriðinu þó hann hafi að mínu mati farið full skart inn í umræðuna.

Eins sjáum við RÚV umræðuna snúast að mestu um hvernig form RÚV á að hafa en ekki um hvað það á að standa fyrir. Ég man ekki eftir því síðustu ár að það hafi farið raunveruleg umræða um stöðu og hlutverk RÚV.

Við erum stöðugt að bítast um hvernig heilbrigðiskerfið á að vera (ríkisvætt eða einkavætt) en við ræðum allt of lítið um hvernig heilbrigðiskerfið á að vera, hvaða þjónustu á að bjóða upp á og hvernig. Formið skiptir svo litlu, aðalatriðið á að vera hvað á að gera.

Því miður virðast allt of mörg mál vera teppt í hringiðu árása hugsjónamanna sem gleyma allt of oft að ræða kjarna málsins.

Í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og ræðum skulum við hugleiða kjarnan, hvað er verið að ræða og hvað er mikilvægast, þetta er spurning sem við verðum að spyrja okkur mjög oft um ævina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert algjör snillingur, kemur þessum pælingum svo skýrt og vel frá þér!

Væri gaman að sjá þig sem MC einn daginn

Magnhildur (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband