Endurskoðun

perfectionþað er okkur öllum mikilvægt að gefa okkur tíma að endurskoða líf okkar, afstöðu og skoðanir. Vissulega þarf þetta að vera í stöðugri endurskoðun en sumt í lífi okkar þarf tíma til að við getum endurskoðað það.

Að berjast fyrir einhverjum málstað er göfugmannlegt en það er jafn slæmt að komast að því of seint að við vorum að berjast fyrir málstað sem leiddist af leið.

Allt sem við stöndum fyrir þarf endurskoðunar við reglulega á lífsleiðinni, ekki bara til að skipta um skoðun heldur líka til að sjá að við erum á réttri leið.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur er máltæki sem við þekkjum öll. Ef við endurskoðum það sem við stöndum fyrir þurfum við aldrei að lenda í því að sakna einhvers því ef við vitum fyrir hvað við stöndum og hvað það er sem skiptir máli þá munum við alltaf halda í það sem skiptir máli.

Þetta á við um vinnu, fjölskyldu og áhugamálin. Allt í heiminum er hverfult og því nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast með og þá sérstaklega það sem skiptir okkur máli.

Eyðum ekki ævinni í að berjast fyrir vonlausum málstað, vonlausri vinnu eða vonlausri fjölskyldu. Endurskoðum það sem skiptir máli til að vera sátt við okkar, til að geta hagrætt eða til að koma sér út úr. Velgengni fellst í því að gera rétt en ekki það sem er þægilegt og hið rétta finnum við bara svar við hjá okkur sjálfum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband