Máttur orðsins VIÐ

FatherandSonÍ öllu sem við tökum okkur fyrir hendur hvort sem það er fjölskyldulíf eða vinna að þá er gott að þekkja muninn á því að segja ég eða við. Máttur orðsins við er slíkur að við getum breytt lífi fólks og rekstri fyrirtækis.

Ég man þegar ég var ungur drengur í sveitinni og var í fjárhúsunum ásamt föður mínum. Ekki man ég lengur hvað við vorum að gera en ég man að ég hélt á einhverju tæki sem við vorum með í láni. Einhvern veginn atvikaðist það þannig að mér tókst að brjóta það. Þegar svo maðurinn sem átti tækið koma til að sækja það sagði faðir minn við hann ,,Þetta brotnaði hjá okkur", þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig mér leið, faðir minn hafði deilt ábyrgðinni með mér.

Með því að nota orðið ,,við" getum við fengið fólk til að vinna með okkur rétt eins og það ætti jafna hagsmuni og við því við notum orðið við.

Við verðum samt að passa okkur að nota orðið við öll tækifæri hvort sem þau eru á erfiðum tímum eða góðum tímum. Fögnum með fólki og stöndum með fólki.

Til dæmis þá er það merki um gott fyrirtæki ef starfsmenn þess nota orðið VIÐ, takið eftir þessu. Eins er það sama um fjölskyldur ef þau nota þetta orð þá er fjölskyldan samstíga og samhuga.

Enda skuluð þið velta fyrir ykkur orðinu VIÐbrögð, segir það ekki allt sem segja þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband