11.1.2007 | 21:34
Kletturinn í hafinu
Það er mikilvægt fyrir okkur öll að búa yfir innri styrk, styrk sem við getum alltaf leitað í þegar þörf er á. Þetta er okkur mikilvægt rétt eins og í Harry Pottermyndinni þegar Harry þurfti að hugsa ánægjulegustu hugsunina til að geta sigrast á því sem hann óttaðist mest, hugsugunni.
Við þurfum öll að eiga minningar eða öllu heldur myndir í huganum til að takast á við hina ýmsu tilfinningar sem hrærast innra með okkur.
Alveg frá því ég man eftir mér hef ég alltaf geymt í huga mínum mynd af klettinum í hafinu, óhagganlegur og óbugaður. Eftir því sem ég verð eldri hefur mér þótt meira og meira vænt um þessa mynd í huga mér, kletturinn í hafinu.
Stundum er sjórinn sléttur og fagur og sólin situr yfir vatnsfletinum og allt er kyrt og hljótt en stundum skella öldurnar og regndroparnir á klettinum í myrkrinu.
Aldrei haggast kletturinn í hafinu en það eina sem gerist er að hann slípast til og ber merki þess sem á daga hans hefur drifið.
,,Ég er kletturinn í hafinu og á hverjum morgni kemur sólin upp og vermir mig"
Þannig byrja ég hvern dag, hver er þín mynd af þínum styrk?
Athugasemdir
Bjöggi minn...þú ert nú bara ótrúlegur !! Ég held að ég geti fullyrt að skrifin þín eru með betri personal development lesningunum mínum ! Takk !
Halldóra
Halldóra Skúladóttir (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.