Kletturinn í hafinu

arch_rock_triptychÞað er mikilvægt fyrir okkur öll að búa yfir innri styrk, styrk sem við getum alltaf leitað í þegar þörf er á. Þetta er okkur mikilvægt rétt eins og í Harry Pottermyndinni þegar Harry þurfti að hugsa ánægjulegustu hugsunina til að geta sigrast á því sem hann óttaðist mest, hugsugunni.

Við þurfum öll að eiga minningar eða öllu heldur myndir í huganum til að takast á við hina ýmsu tilfinningar sem hrærast innra með okkur.

Alveg frá því ég man eftir mér hef ég alltaf geymt í huga mínum mynd af klettinum í hafinu, óhagganlegur og óbugaður. Eftir því sem ég verð eldri hefur mér þótt meira og meira vænt um þessa mynd í huga mér, kletturinn í hafinu.

Stundum er sjórinn sléttur og fagur og sólin situr yfir vatnsfletinum og allt er kyrt og hljótt en stundum skella öldurnar og regndroparnir á klettinum í myrkrinu. 

Aldrei haggast kletturinn í hafinu en það eina sem gerist er að hann slípast til og ber merki þess sem á daga hans hefur drifið.

,,Ég er kletturinn í hafinu og á hverjum morgni kemur sólin upp og vermir mig"

Þannig byrja ég hvern dag, hver er þín mynd af þínum styrk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjöggi minn...þú ert nú bara ótrúlegur !!  Ég held að ég geti fullyrt að skrifin þín eru með betri personal development lesningunum mínum !  Takk !

Halldóra

Halldóra Skúladóttir (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband