11.1.2007 | 07:49
Fuglasöngur
Hversu miklu skipta hæfileikar í lífinu? Eigum við einungis að gera það sem við erum mjög góð í? Hvernig verður reynsla til? Þessum spurningum höfum við öll sjálfsagt vellt fyrir okkur. Hvers vegna ættum við að fara í vinnu sem við kunnum ekki og krefst þess að við kunnum svo mikið. Allir þessir frábæru einstaklingar sem gera vinnu sína svo vel, hvers vegna ættum við ekki að fá minnimáttarkennd yfir því.
Í sambandi við þetta dettur mér alltaf í hug gamalt máltæki sem segir:
Ef einungis þeir fuglar syngju sem best syngju, þá væri óneytanlega hljótt í skóginum.
Þetta máltæki segir allt sem segja þarf, við megum ekki hætta að syngja þó allir séu svo góðir í kringum okkur því þá þagnar skógurinn.
Gerum það sem okkur langar til og með reynslu og stöðugum söng náum við þeim árangri sem við sækjumst eftir og kannski á einhverjum tímapunkti munum við tilheyra þeim bestu en þangað til syngjum við með hinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.