17.1.2009 | 17:11
Takk takk takk
Ræða Guðna var frábær að vanda og boðaði þau tíðindi sem allir Framsóknarmenn finna, nýjir tímar eru upprunnir í Framsókn og íslensku þjóðlífi.
Nota tækifærið hér og þakka Guðna góð kynni og góð störf fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Óska honum og Margréti konu hans góðrar velfarnaðar í lífinu.
|
Guðni Ágústsson heiðraður |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |









eythorgud
magnusg
birkir
esv
fannygudbjorg
dianamjoll
vikari
ludvik
siggi66
raven1
bingi
ingisund
hlynur
fruheimsmeistari
allib
fufalfred
grjonaldo
vefritid
Athugasemdir
Mér finnst bara frábært að þú skulir þakka honum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Það gerir það trúlega enginn annar.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 17:44
Jú, ég ætla að þakka Guðna fyrir vel unnin og góð störf fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Guðna og Margréti óska ég líka velfarnaðar í framtíðinni. Það var sárt að missa Guðna af Þingi og sem formann Framsóknarflokksins. Vona að Páll Magnússon nái EKKI kjöri sem næsti formaður Framsóknarflokksins.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 18:03
Jón Halldór, það sannast á þér, að það flýgur nú hver einsog hann er fiðraður til! Guðni gerði það sem aðrir pólitíkusar gera ekki hér á landi, hann steig til hliðar þegar honum tókst ekki ætlunarverk sitt, og gaf öðrum tækifæri á að gera betur. Viðurkenndi mistök, en tók fulla ábyrgð á verkum sínum. Þetta heitir að vera heiðarlegur, sem er trúlega illskiljanlegt hugtak fyrir hælbíta og sjálfsumglaða æruníðinga. Þetta er fólki í öðrum flokkum illskiljanlegt, þar sem ráðafólk stritist við að sitja í ráðherrastólum og öðrum feitum stöðum í skjóli samtyggingar flokksins, sama aumur árangur þess er í starfi, og afneitar því að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Það vex enginn í áliti við að reyna að troða skóinn niður af Guðna Ágústssyni!
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.