Nýtt ríki

MulavirkjunVefur1Ætli það sé ekki hægt að stofna nýtt ríki einhvers staðar á jarðarkringlunni þar sem allir eru velkomnir, ný "Bandaríki"?

Til dæmis einhver eyja í Atlantshafi eða partar af landi í norðri.

Löngum hefur verið sagt að það sé nauðsynlegt að styðja við ríki til að það verði ekki til flóttamenn. En hingað til hefur bæði sú aðstoð brugðist, sem og vitum við að þeim fer fjölgandi sem flýr vegna náttúruhamfara samfara breytingum á veðurfari á hnettinum okkar.

Er ekki kominn tími á að við ræðum það í alvöru hvort ekki sé spurning um að stofna nýtt ríki... fríríki þar sem allir eru velkomnir, því einhverra hluta vegna virðist þeim löndum sem vilja taka við bræðrum okkar fara fækkandi, því miður.


mbl.is Laumufarþegarnir verða fluttir til Möltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

það eru svo mörg stór landsvæði í heiminum sem standa ónýtt, m.a á Íslandi. Þetta er ábyggilega rosalega góð hugmynd hjá þér sko, of góð til að verða framkvæmd.

halkatla, 29.6.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Er ekki hægt að nýta t.d. Svalbarða í þetta?

Varðandi Framkvæmdina, segir ekki á góðum stað í Biblíunni, í upphafi var Orðið...

Nú er Bloggið orðið svo sterkt, þar eru orð á prenti/skjá, maður veit aldrei.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 29.6.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband