Hvað gerir þú á morgun?

hmmmVið veltum því oft fyrir okkur hvernig við getum náð betri árangri á morgun heldur en í dag. Margar aðferðir eru til þess t.d. markmiðssetning, grúbbufundir, mindmanager-skema, draumaspjöld og margt margt fleira skemmtilegt.

Fyrir þá sem vilja taka smá skref í einu í átt til þess að ná betri árangri í lífinu er til ein sáraeinföld aðferð sem hefur reynst gríðarlega áhrifarík en hún er svona...

Fáðu þér dagbók og skrifaðu niður 5 atriði á hverju kvöldi sem þú ætlar að afreka á morgun.

Um nóttina mun svo undirmeðvitundin vinna með þetta og hjálpa þér að finna bestu lausnina daginn eftir til að ná að gera alla þessa 5 hluti.

Þessa aðferð er svo hægt að flækja með því að skoða eftir daginn hvernig til tókst og vega og meta hvað gekk vel og hvað gekk ekki vel og munum að bæði er jafnlærdómsríkt.

Til að byrja með skulum við hafa þetta einfalt og bara eitt svona atriði að skerpa fókusinn fyrir morgundaginn með því að rita niður 5 mikilvægustu atriðin getur eins og orðatiltækið segir: skilið á milli feigs og ófeigs.

Hvaða 5 atriði eru mikilvægust hjá þér á morgun?


Við höfum val

choiceAlla œvi stöndum við frammi fyrir vali um hvað við leggjum àherslu à í lífinu.
Því miður virðast allt of margir eyða miklum tíma í að gagnrýna aðra og agnúast út í velgengni annara.
Með þessu er fòlk að eyða mikilvœgum tíma frà sjàlfum sér, setja sjàlf sig í annað sœti.
Hugsun okkar hefur àhrif à líf okkar og með því að hugsa eilíft um hvað lífið sé òréttlàtt erum við að rœna okkar eigin framtíðar möguleikum.
Við verðum að hugsa vel um okkar val. Val um framtíð okkar, hvar ert þù í forgangsröðinni.

 

E.s.Þakkir til bròðurs míns.


Sir Elton eða Elton

Elton_john_classic_elton_john-frontUndan farið hafa fréttamenn í leit að fyrirsögnum og fólk með lítið sjàlfstraust gagnrýnt Ólaf Ólafsson fyrir að fà Sir Elton John til að spila í afmœlinu sínu.
Allir eiga sér stóra drauma og eru þeir drifkraftur okkar þegar lífið er erfitt.
Þegar einstaklingar hafa nàð miklum àrangri þà làta þeir drauma sína rœtast.
Þegar við gagnrýnum það þegar einhver lœtur drauma sína rœtast þà erum við að gera lítið úr okkar draumum.
Við eigum að fagna því þegar menn làta drauminn rœtast því þà getum við fengið stœrri drauma því það eru aðeins hindranir okkar sjàlfra sem takmarka okkur.
Það eru ekki bara séra Jónar sem geta nàð àrangri en það er undir okkur komið hvort Jónar geti notið þess líka.


E.s.Þakka bróður mínum líka fyrir þessa innsetningu.

Hatur à Tyrkjum

Strid-2Það er merkilegt hvað hatur getur blundað lengi í okkur. Í 600 àr hötuðum við tyrkja fyrir ràn sem þeir frömdu ekki. Við teljum okkur friðelskandi þjòð og ef við tökum mið af því þà er líklega mikið hatur falið hjà mörgum þjòðum. Er þà von hjà mannkyninu?

Hatrið hjà mannkyninu verður ekki fjarlœgt með stríði eða alheimslögreglu. Hatrið verður aðeins unnið maður à mann.
Við skulum því byrja à okkur sjàlfum og setja þannig fordœmi. Við skulum rannsaka huga okkar og fjarlœgja hatur sem og skulum við gœta orða okkar svo enginn misskilji okkur.
Vont verður aðeins unnið með gòðu.

E.s.Þakka bròður mìnum fyrir að setja þetta inn meðan veikindin ganga yfir.



Kötturinn og ég

happy-catÞað er sérstök tilfinning að sitja hér fyrir framan tölvuna og skrifa um það sem er að gerast hjá mér. Í morgun hitti ég smitsjúkdómalækninn minn þar sem hún færði mér heim sanninn um veikindi mín. Ekki vissi ég að sú baktería sem herjar á mig væri til og þar að auki kæmi frá köttum.

Ég byrjaði strax í dag á ströngum lyfjum sem eiga að fjarlægja þessa aðskotabakteríu.

Það er ekki ætlunarverk mitt nú að fá samúð ykkar sem lesið heldur veita samúð mína, því þær aukaverkanir sem þessi lyf valda mér hafa veitt mér innsýn inn í heim sem ég þekki ekki.

Þær aukaverkanir sem ég fæ eru krampar sem lýsa sér sem snöggar hreifingar og óstöðugur andardráttur þegar ég tala (virkar eins og stam).

Tilhugsunin að sitja hér og vita að þessari lyfjameðferð líkur eftir 3 vikur fær mann til að hugsa um þá einstaklinga sem kannski þurfa að lifa við þetta alla ævi. Þessi tilhugsun fær mann til að vera þakklátur fyrir það að vera heilbrigður.

Hversu sjaldan munum við eftir því að þakka fyrir það sem við höfum, heilbrigði og hamingju.

Við skulum temja okkur það að þakka fyrir allt sem við höfum á hverjum morgni, við eigum það skilið, látum ekki lífið vera sjálfsagt.


Kjarni málsins

circel_webwinkelSíðustu vikur, mánuði og ár hef ég mikið fylgst með fréttum. Það sem mér finnst alltaf merkilegt er hin mikla áhersla fjölmiðla eða öllu heldur viðtalenda fjölmiðla á hverjum er um að kenna.

Til dæmis snýst Byrgismálið lítið um hvað skuli gert fyrir þetta fólk sem þarf á hjálp að halda heldur að mestu um hverjum er um að kenna hvernig það mál hefur þróast. Að sumu leiti á Guðmundur Tyrfingsson (SÁÁ) heiður skilið fyrir að vekja máls á aðalatriðinu þó hann hafi að mínu mati farið full skart inn í umræðuna.

Eins sjáum við RÚV umræðuna snúast að mestu um hvernig form RÚV á að hafa en ekki um hvað það á að standa fyrir. Ég man ekki eftir því síðustu ár að það hafi farið raunveruleg umræða um stöðu og hlutverk RÚV.

Við erum stöðugt að bítast um hvernig heilbrigðiskerfið á að vera (ríkisvætt eða einkavætt) en við ræðum allt of lítið um hvernig heilbrigðiskerfið á að vera, hvaða þjónustu á að bjóða upp á og hvernig. Formið skiptir svo litlu, aðalatriðið á að vera hvað á að gera.

Því miður virðast allt of mörg mál vera teppt í hringiðu árása hugsjónamanna sem gleyma allt of oft að ræða kjarna málsins.

Í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og ræðum skulum við hugleiða kjarnan, hvað er verið að ræða og hvað er mikilvægast, þetta er spurning sem við verðum að spyrja okkur mjög oft um ævina.


Endurskoðun

perfectionþað er okkur öllum mikilvægt að gefa okkur tíma að endurskoða líf okkar, afstöðu og skoðanir. Vissulega þarf þetta að vera í stöðugri endurskoðun en sumt í lífi okkar þarf tíma til að við getum endurskoðað það.

Að berjast fyrir einhverjum málstað er göfugmannlegt en það er jafn slæmt að komast að því of seint að við vorum að berjast fyrir málstað sem leiddist af leið.

Allt sem við stöndum fyrir þarf endurskoðunar við reglulega á lífsleiðinni, ekki bara til að skipta um skoðun heldur líka til að sjá að við erum á réttri leið.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur er máltæki sem við þekkjum öll. Ef við endurskoðum það sem við stöndum fyrir þurfum við aldrei að lenda í því að sakna einhvers því ef við vitum fyrir hvað við stöndum og hvað það er sem skiptir máli þá munum við alltaf halda í það sem skiptir máli.

Þetta á við um vinnu, fjölskyldu og áhugamálin. Allt í heiminum er hverfult og því nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast með og þá sérstaklega það sem skiptir okkur máli.

Eyðum ekki ævinni í að berjast fyrir vonlausum málstað, vonlausri vinnu eða vonlausri fjölskyldu. Endurskoðum það sem skiptir máli til að vera sátt við okkar, til að geta hagrætt eða til að koma sér út úr. Velgengni fellst í því að gera rétt en ekki það sem er þægilegt og hið rétta finnum við bara svar við hjá okkur sjálfum. 


Missir allt

looseVið lendum öll í því í lífinu að missa eitthvað sem við töldum sjálfsagt og nokkuð öruggt að við myndum allt eiga. En þegar allt kemur til alls þá er það hugarfar okkar sjálfra sem ákvarðar missinn.

Missir okkar fer nefnilega eftir því hvað við teljum missinn mikinn og eins hvernig við veljum að taka á honum.

Þau verkefni sem við fáum í lífinu hafa því margar útkomur allt eftir því hvernig við erum undirbúin og eins hvernig við ákveðum að takast á við þær aðstæður sem upp koma.

Í fyrsta lagi þurfum við að vera með á hreinu hvaða lífsviðhorf við höfum og eins hvernig við lítum á okkur sjálf sem einstaklinga og tenginu okkar við umhverfið. Síðan þurfum við að ákveða hvernig viðbrögð við temjum okkur í lífinu.

Allt sem gerist í lífinu getur því annað hvort gefið okkur afsökun fyrir því að forðast verkefnið eða óttast það eða þá að það gefi okkur ástæðu til að gera en betur.  

En missir er alltaf missir og við megum ekki gera lítið úr missi nokkurs manns því hlutirnir eru miskærir hverjum og einum. Textinn hér að neðan ætti hins vegar að vera okkar leiðarljós í lífinu um hvaða atburðir það eru sem eru raunverulegur missir. 

Sá sem tapar peningum missir mikið

Sá sem missir vin tapar miklu meira

En sá sem missir trúna á lífið sjálf, missir allt

 


Blindur fær sýn

Epi_blindSíðustu vikur hef ég lent í þeirri óskemmtilegri reynslu að missa verulega sjón á öðru auga. Það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem skiptir raunverulega máli í lífinu. Í raun hefur þessi blinda gefið mér sýn, nýja sýn á lífið.

Hvers virði eru fallegir hlutir ef þú færð ekki að njóta þeirra? Hvers virði eru veraldlegir hlutir ef þú getur ekki notið þeirra?

Þegar við forgangsröðum í lífi okkar erum við að setja niður fyrir okkur hvað það er sem skiptir mestu máli.

Þessi reynsla hefur kennt mér það að ég sjálfur og minn líkami er það sem skiptir mestu máli því án sjálfs og líkama getum við ekki notið alls sem við getum eignast.

Þeir sem hafa farið í millilandaflug hafa hlustað á flugfreyjur útskýra hvað gerist þegar loftþrýstingur fellur í flugvélum, þá detta niður súrefnisgrímur yfir sætunum. Hvað næst, jú þá eigum við að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur og síðan á börnin okkar. Eins er þetta í lífinu, fyrst þurfum við að hugsa um okkur sjálf og síðan um aðra og annað.

Það skiptir máli að við hugum að okkur sjálfum og reynum að halda líkama okkar í formi sem og þroska huga okkar og sál. Líkama okkar getum við haldið í formi frá fyrsta degi en sál okkar og huga þurfum við að þroska frá fyrsta degi og reyna þannig að verða berti manneskjur, betri einstaklingar. Fullkomnunin fellst í því að verða betri í dag en í gær en ekki að falla inn í eitthvað fyrirfram ákveðið fullkomið form.

Höfum það sem markmið og framtíðarsýn að verða betri einstaklingar því allt annað getur horfið á einu vettvangi.

Munum þessi orð:

,,Það er hvorki vegurinn eða markmiðið sem skiptir máli heldur hvað við verðum á leiðinni" 


Brosum

smileSamskipti við annað fólk er eitt af því mikilvægasta sem við tileinkum okkur þ.e. rétt samskipti. Eitt af því sem margir gleyma en er mjög mikilvægt ef við ætlum að ná okkar fram en það er að brosa.

Hver kannast ekki við það að bros færist yfir varir manns við það eitt að sjá brosandi lítið barn.

Það að koma í verslun þar sem afgreiðslumaðurinn/konan er brosandi fær okkur til að koma aftur og aftur.

Bros á að vera einlægt en ekki fals. Á því er munur sem við verðum að gera grein fyrir. Brosum þegar einhver gerir eitthvað fyrir okkur þó hann/hún fái borgað fyrir það. Með þessu viðurkennum við starf viðkomandi.

Brosum til kunningja/vinnufélaga/fjölskyldumeðlima þegar þeir verða á vegi okkar.

Með því að brosa til allra sem okkur finnst eiga það skilið þá erum við í raun að brosa við okkur sjálf. Það besta við brosið að það kostar ekki neitt, í alvöru.

Meistari Megas hefur orðað þetta einna best:

,,Smælaðu framan í heiminn og þá mun heimurinn smæla framan í þig"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband